Það er óhætt að segja að miklar annir hafi verið í Grundarfjarðarhöfn að undanförnu og reyndar það sem af er árinu. Í dag, 22. feb., hafa um 1750 tonn borist að landi það sem af er febrúarmánuði, en í febrúar í fyrra var landað 1828 tonnum. Janúarmánuður sl. var sá stærsti í aflatölum þess mánuðar fram að þessu, heildarafli var 1.671 tonn samanborið við 1.248 tonn á sama tíma í fyrra, en á liðnum árum hefur um 1000 tonnum verið landað í janúarmánuði. A.m.k. fimm aðkomuskip hafa landað hér í febrúar og hafa sum hver haft hér viðkomu reglulega að undanförnu.
Akureyrin EA í Grundarfjarðarhöfn 22. febrúar