Hjólað í vinnuna - vinnustaðakeppni

Minnt er á fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, „Hjólað í vinnuna“, sem verkefnið „Ísland á iði“ mun standa fyrir dagana 2. - 13. maí n.k. Meginmarkmið „Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppt er í 6 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og flesta km, hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Allir þeir sem nýta eigin orku til að koma sér til vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt.

Nýr verkstjóri í áhaldahúsi

Geirfinnur Þórhallsson sem verið hefur verkstjóri í áhaldahúsi Grundarfjarðar sl. 5 ár lætur af störfum hjá Grundarfjarðarbæ í dag.  Í hans stað hefur verið ráðinn Jónas Pétur Bjarnason, en fimm umsækjendur voru um starf verkstjóra.  

Af hitaveituframkvæmdum

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur borun ekki gengið vel undanfarna daga. Mánudaginn 18. apríl sl. slitnaði strengur í annað sinn og hefur reynst þrautin þyngri að ná brotunum upp úr holunni.  

Hver metmánuðurinn á fætur öðrum

Grundarfjarðarhöfn Meðfylgjandi frétt birtist í Morgunblaðinu 13. apríl sl. Höf: Gunnar Kristjánsson   Það sem af er þessu ári hefur óvenjumikill fiskur farið um höfnina í Grundarfirði. Af þeim þremur mánuðum sem liðnir eru hefur mars verið sá stærsti en í þeim mánuði var landað   2.634 tonnum samanborið við 1.946 tonn í mars 2004. Fyrstu þrjá mánuði ársins lætur nærri að um 2000 tonnum meiri afli hafi komið á land en sömu mánuði í fyrra. “ Við erum svo heppin að eiga hér mjög sterk útgerðafélög sem eru undirstaðan fyrir góðu gengi hafnarinnar” segir Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður þegar hann er inntur eftir ástæðu þessara meta nú.   Þennan dag voru þrjú togskip í höfn, f.v. Helgi SH, Þorvarður SH og Kaldbakur EA, Hafsteinn stendur á Litlu-bryggjunni sem brátt víkur fyrir nýrri og verður þá hafnaraðstaðan enn betri.

Eldur í Þorvarði SH 129

Litla bryggja í morgunUm kl. 9:00 í morgun kom upp eldur í vélarrúmi í Þorvarði SH 129. Slökkvilið Grundarfjarðar sýndi skjót viðbrögð og var komið niður að höfn nokkrum mínútum eftir að brunalúður bæjarins fór í gang. Áhöfn skipsins hafði náð að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn svo betur fór en á horfðist.

Íbúar í Sæbóli athugið!

Vatnslaust verður í Sæbóli frá kl. 20:00 í kvöld og frameftir kvöldi vegna endurnýjunar brunahana.   Verkstjóri

Garðaúrgangsgámur

Búið er að setja upp garðaúrgangsgáminn við gámastöðina. Athugið að eingöngu má setja í hann garðaúrgang en ekki svarta ruslapoka eða annað þess háttar. Garðaúrgangsgámurinn við gámastöðina

Gleðilegt sumar !

Á sumardaginn fyrsta var guðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju tileinkuð starfi UMFG. Af því tilefni sungu nemendur í 2.bekk nokkur sumarlög og þær Dagfríður,Sonja og Silja Rán fóru með bænir. Einnig lásu Eygló Jónsdóttir og Dagbjört Lína upp úr biblíunni. Að messu lokinni var farið í skrúðgöngu niður að samkomuhúsi þar sem boðið var upp á andlitsmálun fyrir börnin og farið var í leiki. UMFG óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstafið í vetur. 2.bekkur syngur sumarlög

Héraðsmót HSH í frjálsum.

Frá héraðsmótinu í frjálsum. keppendur UMFG 9-10 ára   Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 17 apríl.  Það voru  53 keppendur frá UMFG og  allir stóðu þeir sig með stakri prýði.  Á mótinu voru vígðir nýir keppnisbúningar sem frjálsíþróttadeildin hefur eignast en KB banki styrkti kaupin.  Þetta eru bláir og rauðir stuttermabolir og vöktum við mikla athygli í þessum nýju bolum.  Úrslit mótsins er hægt að skoða inna www.fri.is og undir liðnum mótaforrit finnið þið HSH .

„Daður og deit“ með Helgu Brögu í FSN

Helga braga fór á kostum eins og henni einni er lagiðHelga Braga var með uppistand á þemadögum Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem haldnir voru 19. og 20. apríl sl. Námskeiðið bar yfirskriftina „daður og deit“ þar sem hún fjallaði á gamansaman hátt um samskipti kynjanna. Námskeiðið var góð blanda af gamni og fræðslu um hvernig eigi að koma fram og bera sig almennt. Nemendur og aðrir skemmtu sér vel og voru ánægðir með hvernig til tókst!