Grundarfjarðarbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) dagana 29. september – 5. október næstkomandi. Hreyfivikan er unnin í samstarfi við UMFÍ. Markmið Hreyfiviku er að vekja athygli á því skipulagða starfi sem er til staðar í samfélaginu og hvetja fólk til að taka þátt í því. Meðal þess sem í boði verður hér eru opnar æfingar UMFG. Þá verða allir skipulagðir æfingatímar opnir og gefst börnum og fullorðnum tækifæri til þess að prufa ákveðna grein án endurgjalds. Grundarfjarðarbær hvetur félagasamtök, fyrirtæki, þjálfara og alla þá sem eru áhugasamir um hreyfingu að taka þátt í vikunni. Dagskráin er í vinnslu og eru bæjarbúar hvattir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við menningar- og markaðsfulltrúa í netfangið alda@grundarfjordur.is