Auglýsing um niðurfellingu fasteignaskatts

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt tekjumörk til viðmiðunar við niðurfellingu fasteignaskatts af íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega.   Miðað er við tekjur ársins 2003, þ.e.a.s. álagningu 2004, nema miklar breytingar hafi orðið á tekjum fólks á árinu 2004.  

Þorrablót hjónaklúbbsins

  Æfingar fyrir þorrablótið ganga bara vel og lítur út fyrir að þetta verði þrusu skemmtun. Miðar verða seldir sunnudaginn 23.janúar og verður spennandi að sjá hver verður fyrstur á húninn heima hjá Önnu og  Dagbjarti. Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu, myndin er af þeim Jónu og Söndru Ósk og það fer ekkert á milli mála að eitthvað skemmtilegt er í gangi á sviðinu.   Ætlar þú ekki örugglega að mæta !   Þorrablótsnefndin  

Bæjarstjórnarfundur

52. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2005 kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru fundargerðir bæjarráðs, fræðslu- og menningarmálanefndar, umhverfisnefndar og hitaveitunefndar, síðari umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana, tillögur um nýtingu tekjustofna, tillaga um merki fyrir Slökkvilið Grundarfjarðar, samningur um kaup Grundarfjarðarbæjar á eignarhluta ríkissjóðs í landi innan þéttbýlismarka Grundarfjarðar, vinabæjarheimsókn Grundfirðinga til Paimpol, erindi sýslumanns Snæfellinga umsögn um umsókn um veitingu leyfis til sölu gistingar í Suður-Bár auk ýmissa gagna til kynningar.   Bæjarstjóri  

Takmarkið náðist

Söfnunarfólk frá Neyðarhjálp úr norðri fékk góðar viðtökur þegar gengið var í hús í Grundarfirði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að mjög margir væru búnir að gefa í söfnunina með því að hringja inn framlög þá náðist markmiðið  sem við settum okkur og rúmlega það. Myndarleg framlög komu frá félögum og fyrirtækjum auk þess sem einstaklingar gáfu. Góð stemming var í Krákunni þar sem tónlistarkennarar og fleiri fluttu lifandi tónlist og safnaðist þar góð upphæð með sölu á veitingum.           Alls söfnuðust kr. 600.000.  

Gjöf frá Grundfirðingum

Það hefur víða komið fram hvað Grundfirðingar eru bjartsýnir, jákvæðir og standa vel saman.  Áhugasamir einstaklingar og félög í Grundarfirði hafa ákveðið að nota þessa krafta til að safna sem nemur kr. 500,- á hvern Grundfirðing til að gefa í söfnunina „Neyðarhjálp úr norðri“.   Í þetta fer söfnunarféð:   • Treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína. • Hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt til að koma undir sig fótunum á ný. • Veita læknisaðstoð og heilsugæslu og koma í veg fyrir frekari skaða

Nýr pallur við skíðalyftuna !

Í dag miðvikudag kl 17:00 á að endurnýja pallinn við skíðalyftuna. Okkur vantar því nokkra foreldra til þess að koma kl 17 upp að lyftu og smíða með okkur. Hafið með ykkur hamar !  UMFG. 

Íþróttamaður HSH

Hlynur Elías Bæringsson tekur við titlinum aðal-íþróttamaður 2004 hjá HSH Fimmtudaginn 6. janúar sl. voru íþróttamenn HSH fyrir árið 2004 útnefndir í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Tveir Grundfirðingar voru kjörnir íþróttamenn ársins í sinni grein, þeir Hermann Geir Þórsson, knattspyrnumaður hjá Víkingi, búsettur í Grundarfirði og Hlynur Elías Bæringsson, körfuknattleiksmaður hjá Snæfelli, en Hlynur er fæddur og uppalinn í Grundarfirði. Hlynur var jafnframt kjörinn aðal-íþróttamaður 2004 hjá HSH. Þeim Hermanni og Hlyni eru færða bestu óskir með titlana sem og öðrum kjörnum íþróttamönnum. Útnefningar frá ráðum voru eftirfarandi:  

FSN - Ísland í bítið miðvikudag

Einhverjir hafa eflaust áhuga á því að fylgjast með skólameistara og forseta nemendafélags FSN í morgunþætti Stöðvar 2, Ísland í bítið, í fyrramálið, miðvikudag 12. janúar, á milli kl. 8 og 9.

Frá Hafró - fundur um ástand hörpudisks

Hafrannsóknastofnunin boðar til opins fundar um ástand hörpudisks í Breiðafirði og nýlegar hörpudisksrannsóknir á Ráðhúsloftinu, Hafnargötu 3, Stykkishólmi, 12. janúar kl. 17:00.  

Skíðalyftan!

Mikil aðsókn hefur verið í lyftuna undanfarna dagaLyftan verður opin frá kl 15-19 á meðan nægur snjór er. Fleira fólk vantar til þess að vinna við lyftuna. Áhugasamir hafi samband í síma 863-0185 eða á netfangið umfg@grundo.is. Fábær mæting var í lyftuna um helgina og kom fólk langt að til þess að fara á skíði hjá okkur. Gaman var líka að sjá hversu margir mættu með alla fjölskylduna á skíði. Þarna voru börn á skíðum,snjóbrettum,snjóþotum og í barnavögnum. Sjá á meðfylgjandi myndum.