Föstudagur 1 júní
Kl17:30 Golfmót Guðmundar Runólfssonar skráning á golf.is
Kl 20:00 Grundarfjörður- Kári á Grundarfjarðarvelli 3 deild karla C-riðill
Laugardagur 2 júní
Kl10:00 Krakkasprell á við hafnarskúrinn, reiptog, pokahlaup kókosbolluát, og stóra karið eins og í fyrra fullt af ísköldum sjó.
Kl 13:00 Skemmtisigling um Grundarfjörð í boði útgerða, sjómenn grilla fyrir þreytta sæfara að lokinni siglingu. Grillið er í boði Samkaups
Kl 14:00 Dagskrá á bryggjunni fyrirtæki bæjarins munu taka þátt í léttri keppni, keppt verður í flotgallasundi, kararóðri spottaklifri, bjórteygjan verður á sínum stað og svo verður bætt við greinum eftir þáttöku og þar mun hugvitsemi sjómannadagsráðs ráða ríkjum keppt verður um montbikarinn. Einnig verður keppt í koddaslag ef næg þáttaka fæst og er um einstaklingskeppni að ræða. Það þarf 4 í lið og erum ÖLLUM heimil þáttaka og best væri ef lið myndu tilkynna þáttöku í liðakeppni og koddaslag í síma 693-4749 hjá Jóni Frímanni, í síðasta lagi á föstudagskvöld.
Kl 16:00 Knattspyrnuleikur Sjómenn gegn Strandveiðimönnum á Grundarfjarðarvelli.
Sunnudagur 3 júní
Kl 08:00 Fánar dregnir að hún
Kl 14:00 Messa í Grundarfjarðakirkju,sr. Aðalsteinn Þorvaldsson messar, karlakórinn Kári syngur. Að messu lokinni verður stutt minningarathöfn um Krossnes slysið en í ár eru 20 ár síðan sá atburður gerðirst,
Kl 15:00 Kaffsala á vegum kvenfélagsins Gleym mér ei í samkomuhúsinu.
Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og skemmta sér með okkur og gera þessa helgi sem skemmtilegasta.
Sjómannadagsráð