- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Verslun
Saga verslunar er löng í Grundarfirði eins og fram kemur í sögu sveitarinnar. Englendingar, Þjóðverjar, Danir, Norðmenn, o.fl. komu nærri verslun í Grundarfirði fyrr á tímum. Eftir að veldi Grundarfjarðarkaupstaðar lauk um miðja 19. öldina var verslun um tíma fátækleg þangað til Kristján konungur IX. löggilti verslunarstað í Grafarnesi 1897. Verslun þar var þó óstöðug framan af, þangað til þéttbýli fór að myndast á núverandi bæjarstæði upp úr 1940. Í dag eru veitinga- og kaffihúsarekstur blómlegur í Grundarfirði og matvöruverslun, bensínstöðvar, þvottahús með verslun og handverksstofur starfræktar.