Að kvöldi mánudagsins 14. apríl var haldinn ,,stofnfundur” um Eyrbyggju, sögumiðstöð.
Um 15-20 manns mættu til fundar og hlýddu á kynningu á hugmyndinni um sögumiðstöð.
Í máli Inga Hans Jónssonar sem meðal annarra hefur unnið að undirbúningi málsins kom fram, að mýmörg tækifæri liggja í verkefninu. Fyrsti áfangi yrði að koma á laggirnar starfsemi í sögumiðstöð, sem staðsett yrði að Grundargötu 33 (Gamla Grund). Fjölmargar hugmyndir eru um hvað gæti falist í starfseminni, en gert er ráð fyrir að sýningaraðstaða, sýningahald, upplýsingaþjónusta og -miðlun, jafnvel bíósalur yrðu í húsinu. Hluta hússins væri hægt að leigja út, þar sem líkur eru fyrir því að starfsemi sögumiðstöðvar þurfi ekki allt rýmið til að byrja með.