Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju þann 15. desember síðastliðinn. Að vanda voru tónleikarnir stórglæsilegir og ánægjulegir. Það er virkilega gaman að sjá hversu miklir hæfileikar leynast í bænum okkar og hvað nemendur eru einbeittir og færir í að koma fram. Það fer ekkert á milli mála að mikið og gott starf er unnið í tónlistarskóla bæjarins.
Jólaauglýsing bókasafnsins er í Jökli vikublaði. Á facebook má skoða myndaseríur, m.a. af bókakápum. Bókamyndir á bæjarsíðunni.
Opið á Þorláksmessu kl. 13-20. Annars virka mánudaga-fimmtudaga kl. 13-17.
Það var notaleg stemmning í Sögumiðstöðinni þegar ungir nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar og leikskóladeildinni Eldhömrum litu inn. Unga fólkið naut sín vel með kakó og smákökur frá Kaffi Emil og lásu bækur. Krakkarnir á Eldhömrum horfðu einnig á skemmtilega jólamynd inni í Bæringsstofu.
Breska sjónvarpsstöðin BBC leitar að einstaklingi á aldrinum 25-50 ára sem er til búinn að skipta um hlutverk við breskan einstakling í 7-10 daga fyrir heimildaþáttaröð stöðvarinnar. Þættirnir eru sex talsins og fer einn Breti á einhvern einstakan stað í hverjum þætti til að upplifa nýtt ævintýri. Á sama tíma fer sá einstaklingur sem skipt er við til Bretlands til að upplifa líf viðkomandi einstaklings þar. Allur kostnaður af skiptunum er greiddur af BBC.
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017.
Grundarfjarðarbær fékk á dögunum styrk frá Ferðamálastofu til vetraropnunar upplýsingamiðstöðvar. Gríðarlega mikilvægt er að veita góðar og réttar upplýsingar til ferðamanna yfir vetrartímann og vegna þeirrar miklu fjölgunar sem hefur orðið á ferðamönnum hér í bæ gegnir upplýsingamiðstöðin í Sögumiðstöðinni æ stærra hlutverki er varðar öryggi þeirra.
Vinningshurðin er af Rúdolf hreindýri sem mistókst lending á Kirkjufellinu.
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í skólum bæjarins og ekki síst á aðventunni. Í dag voru tilkynnt úrslit í jólahurðasamkeppni grunnskólans en nemendur höfðu með aðstoð kennara sinna skreytt alls 18 hurðir í skólanum.
Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin þriðjudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00
Allir velunnarar skólans eru velkomnir.Skólameistari