Eldri borgarar athugið

Við minnum á spilakvöldið á fimmtudaginn 2. október í fjölbrautarskólanum. 

Kynningarfundur á vegum Stígamóta

Það er komið að þáttaskilum í starfi Stígamóta.  Við höfum lengi haft áhyggjur af því að þjónusta okkar nýtist illa utan höfuðborgarsvæðisins.  Eftir heilabrot og vandað tilraunaverkefni m.a.  á Austurlandi höfum við fundið færa leið til þess að bæta þjónustuna.  Hún felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum kemur á staðinn með reglulegu millibili og býður heimafólki upp á ókeypis viðtalsþjónustu.   Zonta studdi starfsemi Stígamóta með myndarlegum hætti til þess að hægt væri að hrinda hugmyndinni í framkæmd, þ.e. kynna verkefnið og fá vonandi í framhaldi af því sveitarfélög í lið með okkur. Er hugmyndin að til að byrja með yrði þetta 3 mánaða samstarfsverkefni.   Við munum heimsækja Snæfellsnes  29. september og  halda þar fræðslu- og kynningarfundi.   Einn fund með fagfólki sem málið varðar,  annan fund í framhaldsskólanum og svo opinn kynningarfundur fyrir alla, mánudagskvöldið 29. september kl. 20:00 í Mettubúð Ólafsvík.  

Kolgrafafjörður

Mjög varhugavert er að keyra inn Kolgrafafjörð því vegurinn er að fara í sundur á nokkrum stöðum.

Kynningarfundur um möguleika Vesturlands til þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands standa að fundarröð þar sem farið verður yfir þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu. Einnig verður sagt frá verkefnum Vaxtarsamnings Vesturlands. Frummælendur: Reinhard Reynisson höfundur sýrslunnar Vesturland og svæðasamstarf í Evrópu. Torfi Jóhannesson verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands. Fundurinn verður haldinn í  Sögumiðstöðinni 1. okt. kl. 20:00 Allir eru velkomnir.

Beggi og Pacas frá hjartanu

        Í tilefni af viku símenntunar ætla Beggi og Pacas að heimsækja vesturland og halda fyrirlestur um kærleikan, fordóma, gleðina og hamingjuna. Einnig munu þátttakendur fá að smakka á gómsætu og hollu góðgæti og munu þeir félagar velta upp þeirri spurningu hvort matur hafi áhrif á andlega líðan.    

Uppskeruhátíð UMFG

Uppskeruhátið Ungmennafélags Grundarfjarðar fór fram þann 22 september síðastliðinn. Það var Soffanías Cecilson hf sem styrkti uppskeruhátíðina að þessu sinni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.  

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-úrval, þriðjudaginn 23. september 2008 kl. 12.00 - 17.00 Allir velkomnir.  

Seinkun á vinnu við stofnlögn

Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka var ekki hægt að ljúka vinnu við stofnlögnina við Borgarbraut um helgina. Þ.a.l. er Borgarbraut frá Hlíðarvegi og upp að skóla enn lokuð og verður það fram eftir degi. 

Íþróttaskólinn fellur niður á morgun laugardag

Vegna vinnu í íþróttahúsinu þá fellur íþróttaskólinn niður laugardaginn 20 september.  

Stofnlögn tengd.

Á morgun, laugardaginn 20. september verður stofnlögn tengd á móts við áhaldahús. Þ.a.l. verður vegurinn þar grafinn í sundur og verður því aðkoma að íþróttahúsi og skóla frá Ölkelduvegi. En þar sem það þarf að taka vatnið af skólahúsnæði þá verður íþróttahúsið og sundlaugin lokuð á morgun.