Auglýsing um starfsleyfistillögu

Starfsleyfistillaga fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. í Grundarfirði   Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. við Nesveg 4b og 10 í Grundarfirði. Um er að ræða stöð sem er með tvær lekavarnaþrær.   Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.   Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.  

Opnunartími bæjarskrifstofu um áramót

Lokað 2. janúar opnar aftur 3. janúar. Gleðilega hátíð.  

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari      

Jólatíminn í Bókasafni Grundarfjarðar

Á bókasafninu má fá ýmislegt sér til gagns og ánægju nú fyrir jólin.Á Facebooksíðu bókasafnsins birtast myndir af nýju bókunum jafnóðum og þær berast, ábendingar um verkefni fyrir börn og fullorðna og sjá má númer á ósóttum vinningum í jólahappdrætti Gleym mér ei. Pokar, bækurnar Fólkið Fjöllin Fjörðurinn og Svartihnjúkur DVD eru til sölu.   Hægt er að vera með í hópnum „Gefins og skipti á Bókasafni Grundarfjarðar“ og eiga forgang að bókum sem liggja á lausu.Nokkur barna í 2.-3 bekk hafa ekki sótt bókina „Nesti og nýir skór“ sem er gjöf frá Ibby. Síðast en ekki síst er Rafbókasafnið að opna fyrir alla landsmenn. Meira um það í fjölmiðlum. Gleðilega hátíð. Sunna.  Opið um jólin >>>

Heilbrigðisstofnun Vesturlands, læknaþjónusta. Bókun bæjarsjórnar Grundarfjarðar 14. des. 2017

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar 14. des. sl., var fjallað um þjónustu heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Grundarfirði, en heyrst hefur að til standi að minnka viðveru læknis í Grundarfirði frá því sem nú er. Eins og kunnugt er, þá er læknir staðsettur í Grundarfirði virka daga frá mánudegi til föstudags og enginn læknir er á laugardögum og sunnudögum.  

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar árið 2018

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar A- og B-hluta sjóða fyrir árið 2018, ásamt áætlun áranna 2019-2021 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 14. des. sl.    

Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi - Leiðrétting.

Í auglýsingu sem birt var þann 7. nóvember sl. þar sem ofangreind tillaga að deiliskipulagi var kynnt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010  var ranglega tilgreint að athugasemdafrestur við tillögunni væri til og með 14. desember 2017. Hið rétta er að athugasemdafrestur er til og með 19. desember 2017 og mun tillagan því liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í samræmi við það.   Teikning   Skipulags-og byggingarfulttrúi Grundarfjarðarbæjar.  

Til Íbúa við Grundargötu.

Vegna rafstrengsframkvæmda við Grundargötu 4-28.   RARIK óskaði eftir því við Grundarfjarðarbæ í haust  að fá að leggja háspennustreng frá nýju tengivirki Landsnets sem er rétt ofan við iðnaðarsvæðið og skammt frá Kverná að spennistöðinni við Borgarbraut 2b (neðan við Arion banka húsið).    

Bæjarstjórnarfundur

209. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 14. desember 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30 .   Dagskrá:  

Viðburðir í Grundarfirði á aðventu og jólum

    Það er ýmislegt um að vera á aðventu og jólum hér í Grundarfirði. Kirkja, skóli, félagasamtök og fleiri eru með margvíslega viðburði sem við ætlum að gera tilraun til að halda utan um hér fyrir neðan. Endilega sendið póst á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is ef þið viljið leiðrétta eitthvað eða bæta einhverju við.