Framtíðarsýn Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í framhaldi af skrifum í bæjardagbókina 26. ágúst sl. birtist nú frekari fréttir af stöðu undirbúnings stofnunar Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Ennfremur má benda á umfjöllun Skessuhornsins frá 15. ágúst sl.   “Fyrsta verkstigi undirbúnings að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nú lokið.  Á fundi í Ólafsvík þann 20. ágúst sl. voru teknar ákvarðanir um tillögu að framtíðarsýn, kennslufræði og námsskipulagi skólans, einnig uppbyggingu og  skilyrðum sem skólahúsnæðið þarf að uppfylla. Þessar tilllögur eru forsenda frekari ákvörðana innan menntamálaráðuneytis og áframhaldandi undirbúnings,  ásamt því að leggja arkitektum skólabyggingar línurnar, en þeir hafa þegar hafið hönnunarvinnuna”.(sjá heimild neðar).

Stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fyrsta verkstigi undirbúnings að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nú lokið.  Á fundi í Ólafsvík þann 20. ágúst sl. voru teknar ákvarðanir um tillögu að framtíðarsýn, kennslufræði og námsskipulagi skólans, einnig uppbyggingu og  skilyrðum sem skólahúsnæðið þarf að uppfylla. Þessar tilllögur eru forsenda frekari ákvörðana innan menntamálaráðuneytis og áframhaldandi undirbúnings,  ásamt því að leggja arkitektum skólabyggingar línurnar, en þeir hafa þegar hafið hönnunarvinnuna.   Frekari upplýsingar um undirbúningsvinnu má finna á vef fjölbrautarskólans.  

Skemmtiferðaskip

Til Grundarfjarðar komu í sumar átta skemmtiferðaskip. Um borð í þessum skipum voru um 2.000 gestir og að auki hafa skipurleggjendur móttöku áætlað að starfsmenn hafi verið á bilinu 800-1000.   Móttökunefndin boðar til fundar í sögumiðstöðinni, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30 þar sem spjallað verður um hvernig til tókst með móttöku skemmtiferðaskipanna í sumar og áframhaldið fyrir næstu ár.  

Aðalskipulag Grundarfjarðar 2003 - 2015 þéttbýlishluti

Bæjarstjórn Grundarfjarðar auglýsir í dag tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 þéttbýlihluta samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum. Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30,  frá og með deginum í dag til 12. sept 2003. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist umhverfisnefnd Grundarfjarðar í síðasta lagi 26. september 2003. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.  

Lausar byggingalóðir í Grundarfirði

Byggingafulltrúi auglýsir eftir umsóknumum byggingarrétt fyrir nokkrar byggingarlóðir í Grundarfirði.

Umferðaskóli barna

Umferðarskóli barna fer fram í Grunnskóla Grundarfjarðar fimmtudaginn 14.ágúst kl.13:30. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og kynnast þeirri umferðarfræðslu sem fram fer í umferðarskólanum. Umferðarskólinn er á vegum sveitarfélaganna, lögreglu og umferðarstofu. 

Útgáfa reglugerða um stjórn fiskveiða fiskveiðiárið 2003/2004

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út níu reglugerðir um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári. Þar á meðal reglugerð sem lýtur að úthlutun aflaheimilda til skel- og innfjarðarækjubáta sem orðið hafa fyrir skerðingu á aflaheimildum í skel og rækju. Í fréttatilkynningu kemur fram að tekin hafi verið upp nokkuð breytt viðmiðun frá því sem verið hefur því við ákvörðun bóta er litið til meðaltalsveiði síðustu tíu fiskveiðiár og þess að aðilar verði að bera 30% skerðingu frá þeirri meðaltalsveiði óbætta. Samkvæmt reglugerðinni koma rétt um það bil 4.300 þorskígildislestir til skiptingar milli rækju- og skelbáta vegna þessa. Þar af koma 2.050 lestir til úthlutunar til báta við Breiðafjörð.   Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Á morgun kl. 08:00 kemur skemmtiferðaskipið Funchal aftur til hafnar hér í Grundarfirði, en skipið var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfjarðarhöfn þann 19.júní sl. Farþegar skipsins að þessu sinni eru Hollendingar og Belgar. Farþegar eru 450 talsins og þar af ætla um 100 þeirra að fara í heilsdagsferð en um 350 manns ætla í hálfsdagsferð og verða því komnir aftur hingað um 13:30. Brottför er kl. 20:00 þannig að meirihluti farþeganna kemur til með að eyða öllum deginum hér í bænum. Það er því kjörið tækifæri til að bjóða því upp á einhverjar uppákomur til þess að kynna bæinn okkar og skapa honum gott orðspor.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Fimmtudaginn 7.ágúst n.k. kl. 08:00 kemur skemmtiferðaskipið Funchal aftur til hafnar hér í Grundarfirði, en skipið var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfjarðarhöfn þann 19.júní sl. Farþegar skipsins að þessu sinni eru Hollendingar og Belgar. Farþegar eru 450 talsins og þar af ætla um 100 þeirra að fara í heilsdagsferð en um 350 manns ætla í hálfsdagsferð og verða því komnir aftur hingað um 13:30. Brottför er kl. 20:00 þannig að meirihluti farþeganna kemur til með að eyða öllum deginum hér í bænum. Það er því kjörið tækifæri til að bjóða því upp á einhverjar uppákomur til þess að kynna bæinn okkar og skapa honum gott orðspor.   Eins og áður er unnið að því að skipuleggja komu skipsins og eru allir þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í dagskránni beðnir um að hafa samband við Shelagh í síma 696-3041 eða Johönnu í síma 691-1769   Dagskrá skemmtiferðaskipa sumarið 2003  

Gámastöðin

Gámastöðin verður lokuð um verslunarmannahelgina og á mánudaginn 4.ágúst, frídag verslunarmanna.