Byggðastofnun hefur sent út til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni verkefnislýsingu um framkvæmd og skipulag á samkeppni undir yfirskriftinni ,,Rafrænt samfélag”.
Í inngangi lýsingarinnar segir m.a.;
,,Á komandi árum mun þróun búsetu og atvinnulífs á landsbyggðinni að hluta byggjast á því hvernig einstaklingum og fyrirtækjum tekst að hagnýta sér þá möguleika sem felast í upplýsinga- og fjarskiptatækni. .... Meginhugmynd verkefnisins er að hrinda í framkvæmd metnaðarfullum aðgerðum sem hafa það að markmiði að auka nýsköpun í atvinnulífi og bæta afkomu íbúanna, auka menntun og menningarstarfsemi, bæta heilsugæslu og félagslegar aðstæður og efla lýðræðið...”