Grillveisla við Sögumiðstöð

Í tilefni þess að áfanga í hreinsunarátaki er lokið bjóða Grundarfjarðarbær og Kaffi 59 til grillveislu við Sögumiðstöð kl. 18:00 í dag.   Allir velkomnir!   

Gestastofa opnuð í Sögumiðstöð

  Glaðst var yfir enn einum áfanga í uppbyggingu Eyrbyggju-sögumiðstöðvar í dag þegar svonefnd Gestastofa var formlega tekin í notkun. Í Gestastofu, sem jafnframt er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, er farið ótroðnar slóðir við að koma upplýsingum og fróðleik á framfæri.    

Skemmtiferða- og fleiri skip

  Miklar annir voru hjá Hafsteini hafnarverði Grundarfjarðarhafnar í dag. Um sexleytið í morgun lagðist fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins að stóru bryggju og fyrir hádegi var einnig mætt olíuskipið Kyndill, auk heimaskipa sem komin voru inn til löndunar.  

Mikil aðsókn í FSn

  Nú liggja fyrir tölulegar upplýsingar sem unnar hafa verið úr umsóknum um skólavist í hinum nýja Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Alls sóttu 106 einstaklingar um skólavist og fer aðsóknin langt fram úr væntingum, en gert hafði verið ráð fyrir um 50-60 nemendum fyrsta skólaárið.    

Framlagning kjörskrár

Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna forsetakosninga 26. júní 2004 hefur verið yfirfarin og staðfest af bæjarráði.   Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunni almenningi til sýnis frá og með kl. 13.00 miðvikudaginn 16. júní til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar, kl. 09:30-12:15 og 13:00-15:30.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Funchal, lagðist að bryggju hér í morgun. Með skipinu eru einkum Bretar að þessu sinni og um 150 þeirra ætla að rölta um bæinn í stað þess að fara í skipulagðar ferðir. Funchal stoppar stutt við og mun leggja úr höfn kl. 14 í dag.  

Hreinsunarátak 2004

Grundfirðingar hafa löngum verið stoltir af sveitarfélaginu sínu, fallegu landslagi og umhverfi. Það hefur auk þess verið metnaðarmál íbúanna að hafa snyrtilegt og fínt í kringum sig og leggja þannig sitt af mörkum til að skapa samfélag þar sem okkur líður vel og við getum af stolti boðið heim gestum. Okkur hefur á síðustu árum gengið ágætlega í þessari viðleitni – en við getum samt alltaf gert betur.   Nú tökum við á því og gerum skínandi hreint, í bæ og sveit.

Hátíðardagskrá 17. júní 2004

   

Innritun í FSn lokið

Dagana 10. og 11. júní sl. fór fram innritun í fyrsta skipti í hinn nýja Fjölbrautaskóla Snæfellinga, eins og aðra framhaldsskóla landsins. Að sögn Guðbjargar Aðalbergsdóttur skólameistara gekk innritunin vel og fjöldi umsókna fór fram úr björtustu vonum.  

Hreinsunarátak – gerum bæinn snyrtilegan

Í næstu viku förum við af stað með látum og gerum hreint fyrir okkar dyrum.   Grundfirðingar hafa löngum verið stoltir af sveitarfélaginu sínu, bæði þéttbýli og dreifbýli. Að hafa snyrtilegt og fínt í kringum sig og leggja sitt af mörkum til þess, hefur verið metnaðarmál íbúanna. Okkur hefur á síðustu árum gengið ágætlega í þessari viðleitni – en alltaf má gera betur.