Glaðst var yfir enn einum áfanga í uppbyggingu Eyrbyggju-sögumiðstöðvar í dag þegar svonefnd Gestastofa var formlega tekin í notkun. Í Gestastofu, sem jafnframt er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, er farið ótroðnar slóðir við að koma upplýsingum og fróðleik á framfæri.

Að undanförnu hafa farið fram breytingar á húsnæði Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar, sem er til húsa í gömlu verslunarhúsnæði í hjarta bæjarins. Húsið hefur nú verið klætt að utan og byggt var við það til að koma mætti fyrir viðunandi aðstöðu fyrir snyrtingar o.fl. Það var Orri Árnason arkitekt sem hannaði útlit og breytingar hússins, en Orri er sonarsonur Emils h. Magnússonar kaupmanns sem byggði húsið og rak þar Verslunina Grund um árabil. 

 

Ingi Hans Jónsson við opnun Gestastofu
Í Gestastofu er að finna Net-kaffi, snertiskjái með upplýsingum - m.a. fyrir ferðamenn - almenningssíma o.fl. Nýtt er tækni sem þróuð er í samstarfi Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar, EJS og Kudos í London undir heitinu ,,Digital Showroom", og er samstarfsverkefni um sýningahald. Meira um það síðar...

 

Stjórn Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og Inga Hans starfsmanni eru færðar hamingjuóskir með glæsilegt verk.