- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna forsetakosninga 26. júní 2004 hefur verið yfirfarin og staðfest af bæjarráði.
Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunni almenningi til sýnis frá og með kl. 13.00 miðvikudaginn 16. júní til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar, kl. 09:30-12:15 og 13:00-15:30.
Athugasemdum við kjörskrá má koma á framfæri í samræmi við lög um kosningar til forseta Íslands sbr. lög um kosningar til Alþingis.
Nánari skýringar er hægt að finna á vef dómsmálaráðuneytisins http://www.domsmalaraduneyti.is.
Bæjarstjórinn í Grundarfirði