Útskrifaðir 10. bekkingar 2004

Við skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar þann 3. júní sl. voru útskrifaðir 17 nemendur úr 10. bekk. Þau eru:  

Á góðri stund í Grundarfirði

Dagskrá fjölskylduhátíðarinnar "Á góðri stund" sem haldin verður dagana 23.-25. júlí  er að taka á sig nokkra mynd. Þó er margt sem ekki er komið inn og því ekki úr vegi að minna þá á sem eiga eftir að tilkynna ákveðna dagskrárliði að hafa samband við framkvæmdarstjóra hátíðarinnar Hrafnhildi Jónu sem allra fyrst. Það er hægt með því að hringja í síma 438-6505 eða 690-1707 eða senda netpóst á hjj@mi.is.

4.fl kv tap, 3.fl ka sigur

4.flokkur kvenna spilaði við FH á mánudaginn og tapaði stórt A liðið tapaði 0-11 en B liðið 2-8. Mörk Grundarfjarðar B skoruðu þæg Björg og Bryndís. 3.fl karla sigraði  

3.fl kvenna tapaði

3.fl kvenna hjá UMFG tapaði á föstudag fyrir KFR á Hvolsvelli 2-6. Stelpurnar börðust vel,voru sterkari en það vantaði að skjóta á markið. Mörkin okkar tvö gerðu þær Hafdís Lilja og Kristín.

Skólaslit grunnskólans í dag

Skólaslit grunnskólans verða í dag  3. júní  kl. 18.00 í íþróttahúsinu. Kl. 16.00-18.00 verður kaffisala og sýning á verkum nemenda. Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar stendur fyrir kaffisölunni og allur ágóði rennur í sjóð félagsins sem er notaður í ýmis verkefni í þágu nemenda.    

Orð dagsins - Staðardagskrá 21

Hamfaramyndin „The Day after Tomorrow“ hefur komið af stað mikilli umræðu um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Sérfræðingar í loftslagsmálum benda á að þrátt fyrir að myndin sé vísindaskáldsaga og þrátt fyrir að breytingar geti ekki orðið með þeim hraða sem þar sé lýst, þá séu grunnforsendurnar í sjálfu sér réttar.

3 leikir búnir á Íslandsmótinu

Nú er íslandsmótið í fótbolta farið af stað og gengi okkar í fyrstu leikjunum mjög gott. 

Gjöf til Leikskólans Sólvalla

Kvenfélagið Gleym mér ei færði Leikskólanum Sólvöllum 50.000 krónur að gjöf til kaupa á mottum undir leikkastala þann 28. maí 2004. Í sumar verður settur nýr kastali á   leikskólalóðina. Í gegnum árin hefur Kvenfélagið styrkt leikskólann og þökkum við fyrir þann hlýhug.

Byggingaframkvæmdir Fjölbrautaskólans

Frétt úr Skessuhorninu 26. maí 2004:   Framkvæmdum við byggingu Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðar vel áfram. Langt er komið með að reisa útveggi og gert ráð fyrir að því verki ljúki fyrri hluta júní en þá verður farið í þak og utanhússklæðningu, málningu og múrviðgerðir að innan.  

Útskriftarferð leikskólabarna

Leikskólanemendur fóru í útskriftarferð miðvikudaginn 26. maí. Farið var út í Krossnes og deginum eytt þar. Útskriftin var síðan fimmtudaginn 27. maí. Í ár útskrifuðust 11 nemendur.