Fjarnám í Grundarfirði 1999-2004

Síðastliðin fimm ár hefur í Grundarfirði verið starfrækt sérstakt verkefni þar sem unglingum á framhaldsskólaaldri er kennt eingöngu í fjarnámi Verkmenntaskólans á Akureyri. Þetta var brautryðjendaverk í hreinu fjarnámi, því hvergi annars staðar hafði hópi ungs fólks verið kennt með fjarnámi eingöngu.  

Söngstund í Grundarfjarðarkirkju

Á Uppstigningardag fimmtudaginn 20. maí n.k. kl. 17.00 verður haldin Söngstund í Grundarfjarðarkirkju. Þar koma fram Kirkjukór Grundarfjarðar og Kór eldri borgara í Grundarfirði. Stjórnandi þeirra er Friðrik Vignir Stefánsson, organisti.  

KSÍ úthlutar 60 sparkvöllum

KSÍ hefur ákveðið að úthluta 60 sparkvöllum til sveitarfélaga víðs vegar um landið eftir að hafa fengið tilboð í gervigras á vellina, en það verður hlutverk KSÍ að útvega og leggja fyrsta flokks gervigras á vellina sveitarfélögum að kostnaðarlausu.  

Fólksfjölgun í Grundarfirði

Á fyrsta fjórðungi ársins 2004 voru skráðar 12.875 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 7.400 innan sama sveitarfélags, 3.673 milli sveitarfélaga, 1.012 til landsins og 790 frá því. Á tímabilinu fluttust því 222 fleiri einstaklingar til landsins en frá því.  

Gámastöðin opin lengur á laugardag

Á laugardaginn kemur, 15. maí, verður gámastöðin opin kl. 10-17. Þeir íbúar sem hafa ekki þegar hreinsað til á lóðum sínum eru hvattir til þess að nota tækifærið og koma garðaúrgangi og rusli á gámastöðina.  

Fríða framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvarinnar

Friðbjörg Matthíasdóttir viðskiptafræðingur hóf störf þann 1. maí sl. sem framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar í 50% starfi. Hún er skipuð í starfið af heilbrigðisráðherra, enda heyrir starfið nú undir heilbrigðisráðuneyti eftir að stjórnir heilsugæslustöðva voru lagðar niður 2003.      

Bæjarstjórnarfundur

46. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 13. maí 2004 kl. 17.00 í Grunnskóla Grundarfjarðar  

Laus störf hjá Grundarfjarðarbæ

  Umsjónarmaður fasteigna   Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna hjá Grundarfjarðarbæ. Næsti yfirmaður er tæknifræðingur/skipulags- og byggingarfulltrúi.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í apríl 2004, 1.144.674 kg en í apríl 2003 var aflinn 1.077.116 kg.  

Vinnuskólinn sumarið 2004

Skráning fer fram á bæjarskrifstofunni 10.-14. maí. Í boði er vinna fyrir unglinga fædda 1989 (9. bekkur) og 1990 (8. bekkur).   Vinnutímabil er 13 dagar, hálfan daginn, unnið mánudaga til fimmtudaga. Skipt verður milli tveggja tímabila og geta nemendur óskað eftir hvort tímabilið þeir vilja vinna.