Nokkuð hefur borið á kvörtunum um ónæði af völdum breimandi slagsmálakatta að næturlagi. Kann að vera að um sé að ræða villiketti, en þó er ljóst að venjulegir heimiliskettir eiga líka hlut að máli. Slíkt er heldur óskemmtilegt.
Af því tilefni er vakin athygli á að í mars sl. tók gildi sérstök samþykkt um kattahald í þéttbýli bæjarfélagsins, nr. 262/2004.