Í næstu viku förum við af stað með látum og gerum hreint fyrir okkar dyrum.
Grundfirðingar hafa löngum verið stoltir af sveitarfélaginu sínu, bæði þéttbýli og dreifbýli. Að hafa snyrtilegt og fínt í kringum sig og leggja sitt af mörkum til þess, hefur verið metnaðarmál íbúanna. Okkur hefur á síðustu árum gengið ágætlega í þessari viðleitni – en alltaf má gera betur.
-
Þriðjudagskvöldið 15. júní n.k. förum við í umhverfisrölt og bæjarstjóri vonast til að flestir mæti í gönguna (nánar auglýst á mánudag)
-
Við gerum hreinsunarátak á næstu dögum og vikum, sem felst í hreinsun í bæ og sveit.
-
Við óskum eftir hugmyndum frá íbúum, um verkefni, viðfangsefni eða aðferðir: Ert þú með sérstakar óskir eða ábendingar? Viltu benda á eitthvað sem vel er gert? Eitthvað sem betur má fara? Eigum við að planta fleiri trjám – og þá hvar? Hefurðu nýstárlega hugmynd um hvernig virkja má íbúana, hverfi, hópa, félagasamtök í þessu átaki okkar? Allar hugmyndir vel þegnar.
Nánar auglýst með dreifibréfi á mánudaginn n.k.
Sendu inn hugmynd!!!
(bjorg@grundarfjordur.is, orri@grundarfjordur.is)
Bæjarstjóri