Sumarstörf sumarið 2004

Grundarfjarðarbær óskar eftir sex starfsmönnum til eftirtalinna sumarstarfa í áhaldahúsi:   Starfsmenn í sláttugengi og til almennra starfa. Viðkomandi þurfa einnig að geta tekið að sér flokksstjórn í vinnuskóla. Umsækjendur skulu vera 17 ára og eldri.  

Garðaúrgangur

Garðaúrgangsgámurinn er mættur. Er staðsettur við gámastöðina við Ártún 6.   Vinsamlegast athugið að gámurinn er eingöngu ætlaður undir garðaúrgang.   Verkstjóri

Opið hús

Eftir 5 ára starf er komið að því að lokum fjarnámsins í Grundarfirði. Lokadagurinn er föstudaginn 30. apríl nk. og einungis próf framundan eftir það.  

Bæringsstofa og Eyrbyggja - Sögumiðstöð.

Þann 24. mars s.l var opnaður ljósmyndavefur Bæringsstofu. Síðan þá hafa margir unað lengi við skoðun mynda. Nú þegar eru komnar yfir 100 ábendingar um efni myndanna og tilurð. Þessi virkni skoðara er mjög góð og og leggur grunn að gagnlegum upplýsingum sem nýtast mun safninu í framtíðinni. Fólk er eindregið hvatt til að senda inn upplýsingar jafnvel þó það þekki ekki alla sem á myndunum eru. Þar sem upplýsingar skortir er óhætt að setja ???. Innsendar upplýsingar eru yfirfarnar áður en þær birtast á vefnum. Kærar þakkir fyrir frábærar móttökur.

Aðeins fyrir konur ...

Meðfylgjandi tölvupóstur kom fyrir stuttu á bæjarskrifstofuna og er nokkuð sérstakur. Við lá að hann yrði hinum miskunnarlausa "delete" takka að bráð en var bjargað á síðustu stundu.  

Aðalfundur FAG

Aðalfundur FAG verður haldinn fimmtudaginn 22. apríl kl. 20 í Krákunni 

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2004 kl. 17:00 í Grunnskóla Grundarfjarðar.  

Byggingateikningar af fjölbrautaskólanum

Byggingateikningar af Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru nú komnar á heimasíðuna, undir liðnum Menntun-Fjölbrautaskóli. Einnig má smella hér. 

Úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla

Leikskólinn Sólvellir fékk úthlutað 250 þúsund úr þróunarsjóð leikskóla. Verkefnið sem Leikskólinn sótti styrk um heitir: Ég og leikskólinn minn - ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis.

Úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla

Leikskólinn Sólvellir fékk úthlutað 250 þúsund úr þróunarsjóð leikskóla. Verkefnið sem Leikskólinn sótti styrk um heitir: Ég og leikskólinn minn - ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis.