- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú liggja fyrir tölulegar upplýsingar sem unnar hafa verið úr umsóknum um skólavist í hinum nýja Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Alls sóttu 106 einstaklingar um skólavist og fer aðsóknin langt fram úr væntingum, en gert hafði verið ráð fyrir um 50-60 nemendum fyrsta skólaárið.
Skipting umsækjenda er þannig að 50 eru nýnemar (úr 10. bekk) og um 51 hefur verið í námi, flestir af þeim eru að fara á annað skólaár en sumir þó eitthvað lengra komnir. Um 5 umsækjendur sækja um einstaka áfanga (ekki fullt nám).
Umsækjendur frá Snæfellsbæ eru 40, frá Grundarfirði 34, frá Stykkishólmi og Helgafellssveit 28 og 4 umsækjendur búa í öðrum sveitarfélögum.
Af þessum 106 umsækjendum eru 56 karlar og 50 konur.
Að sögn Guðbjargar Aðalbergsdóttur skólameistara á hún von á að unnt sé að verða við óskum langflestra umsækjenda.
Við FSn var ráðgert að bjóða upp á nám á 9 brautum. Fjöldi umsókna á hverja braut mun ráða því hvort unnt verður að halda úti kennslu á viðkomandi braut. Til að fræðast um námsframboð og áfanga má smella hér.