Eins og flestir vita verður sú nýbreytni tekin upp á hátíð Grundfirðinga nú í lok júlí ,,Á góðri stund í Grundarfirði" að hafa svokallaðar hverfahátíðir. Bænum er skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert hverfi fær sinn lit. Hvert hverfi heldur svo ,,hverfahátíð" seinni part laugardags.
Að hátíð lokinni ganga hóparnir fullum skrúða niður að hátíðarsvæði þar sem hvert hverfi verður með skemmtiatriði.