Dagana 10. og 11. júní sl. fór fram innritun í fyrsta skipti í hinn nýja Fjölbrautaskóla Snæfellinga, eins og aðra framhaldsskóla landsins.

Að sögn Guðbjargar Aðalbergsdóttur skólameistara gekk innritunin vel og fjöldi umsókna fór fram úr björtustu vonum.

 

 

Stefnt er að því að úrvinnslu gagna verði lokið eftir helgina og að gögn verði send menntamálaráðuneytinu á þriðjudaginn. Þá mun endanlegur fjöldi nemenda liggja fyrir og skipting þeirra eftir aldri og búsetu.