Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu einbýlishúsið við Eyrarveg 25. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, alls 208,6 fm, byggt árið 1969. Íbúð á efri hæð er 139,2 fm og kjallari er 69,4 fm. Í íbúðinni er stór stofa, eldhús, stórt þvottahús, 4 svefnherbergi og tvö baðherbergi.