- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar ákvað á fundi sínum í gær að Grundarfjarðarhöfn yrði þátttakandi í íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Kópavogi 7. til 10. september 2005.
Samþykkt var að leita jafnframt eftir þátttöku fyrirtækja í bænum, með svipuðum hætti og áður. Höfnin ásamt nokkrum grundfirskum fyrirtækjum í þjónustu við sjávarútveg voru meðal þátttakenda á sýningunum 1999 og 2002, sem báðar voru haldnar í Smáranum í Kópavogi, eins og sú næsta.
Á sýningunni í september 2002 voru þátttakendur tæplega 800 talsins frá 37 löndum, sýningarrými innanhúss var um 13.000 m2 í íþróttahöll þeirra Kópavogsbúa, Fífunni, auk útisvæðis, og gestir sýningarinnar voru ríflega 18.000 talsins.
Hér að neðan má sjá myndir frá sýningunni 2002. Myndirnar eru sóttar á vef íslensku sjávarútvegssýningarinnar, www.icefish.is.