- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú hefur verið lögð lokahönd á gerð sparkvallar á lóð Grunnskóla Grundarfjarðar. Völlurinn er hinn glæsilegasti og er það von bæjaryfirvalda að hann nýtist vel til æfinga og leiks.
Í dag, fimmtudag, kl. 18:00 verður sparkvöllurinn á lóð grunnskólans vígður með pompi og pragt.
Bæjarstjórnarmenn mæta stjórn Ungmennafélags Grundarfjarðar í knattspyrnuleik. Allir bæjarbúar sem og aðrir eru hvattir til þess að mæta á sparkvöllinn og hvetja leikmenn til dáða.
Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að gúmmíkúlur sem berast með fötum og skóm frá nýja sparkvellinum geta valdið skemmdum á tauþurrkurum með þeim hætti að þær bráðna við hitann!