- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Verkfall grunnskólakennara er hafið og fyrirsjáanlegt er að það stendur a.m.k. fram eftir þessari viku, en næsti formlegi samningafundur KÍ og LN hefur verið boðaður fimmtudagsmorguninn 23. september n.k.
Öll kennsla liggur því niðri á meðan en heilsdagsskólinn verður starfræktur eins og verið hefur þ.e. frá kl. 12.30 alla daga vikunnar. Þeir nemendur sem nú þegar eru skráðir í heilsdagsskólann hafa aðgang að honum eins og áður meðan á verkfalli stendur.
Skólastjórar og aðrir starfsmenn en kennarar eru ekki í verkfalli og eru við störf. Skrifstofa skólans er því opin alla daga frá 08:00 - 14:00.