Útivistartímar

Foreldrar verum samtaka   Frá 1. september til 1. maí er útivistartími sem hér segir:   12 ára börn og yngri mega vera úti til kl. 20 13-16 ára börn mega vera úti til kl. 22   Aldur miðast við fæðingarár.   Íþrótta- og tómstundanefnd  

Frítt í sund - lengdur opnunartími

Frá og með nk. föstudegi verður sundlaugin opin alla virka daga kl. 13-20. Opnunartími á laugardögum verður óbreyttur, kl. 13-17. Frítt verður í sund kl. 13-16 á virkum dögum.    

Frá Norska húsinu

Í sumar efndi Byggðasafn  Snæfellinga og Hnappdæla til opinnar humyndasamkeppni um gerð minjagripa sem tengjast Norska húsinu eða Snæfellsnesi og sem nýta mætti til skrauts, skemmtunar eða daglegra nota. Markmiðið var að fá fram hugmyndir að hlutum sem hægt væri að selja í krambúð Norska hússins. Frá vinstri: Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og Hönnunar, Guðmundur Páll Ólafsson, ljósmyndari og rithöfundur, Ástþór Jóhannsson grafískur hönnuður, Steinþór Sigurðsson sýningarhönnuður, Elín Una Jónsdóttir safnvörður Snæfellsbæjar og Gunnar Kristjánsson verslunareigandi og formaður Safnanefndar Byggðasafnsins. Á myndina vantar Aldísi Sigurðardóttur forstöðumann Byggðasafns Snæfellinga. Fyrir borðsendanum er svo hundurinn Aska.

Frá hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar

Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar auglýsir til sölu hlutabréf Grundarfjarðarhafnar að nafnverði 3.862.694 kr. í hlutafélaginu Snæís hf. í samræmi við ákvörðun hafnarstjórnar um sölu bréfanna. Heimilt er að bjóða í hluta af heildareigninni.  

Leikskólaþing leikskólanna á Snæfellsnesi

Mánudaginn 4. október nk. er leikskólaþing leikskólanna á Snæfellsnesi. Þann dag eru leikskólarnir lokaðir og allt starfsfólk á námskeiði. Þrjú námskeið verða í boði sem starfsmenn skipta sér niður á. Námskeiðin eru um menningarlegan fjölbreytileika, könnunarleik yngri barna og heilbrigði og hreyfingu.

Friðrik Vignir með tónleika í Stykkishólmi

Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgel Bavo dómkirkjunnar í Haarlem, Hollandi Friðrik Vignir Stefánsson, organisti heldur orgeltónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 3. október 2004 kl. 17.00. Á efnisskránni er Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 545) eftir J.S. Bach, þrír sálmaforleikir eftir J.S. Bach, Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 547) eftir J.S. Bach, Forspil um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal, Himna rós, leið og ljós (lag úr Hymnodíu frá 18.öld) eftir Ragnar Björnsson, þrjár prelúdíur op. 2 eftir Árna Björnsson og þættir úr hinni þekktu Gotnesku Svítu eftir Leon Boëllmann.

Bæirnir í sveitinni

Guðjón Elisson hefur nú lokið við að taka myndir af öllum bæjum í Eyrarsveit og komið þeim inn á Grundarfjarðarvefinn þar sem hægt er að skoða þær með sama hætti og húsin í bænum. Ef smellt er á „bæirnir í sveitinni“ hér til hægri kemur upp loftmynd af Eyrarsveit í heild sinni. Á loftmyndinni er svo hægt að smella á hvern bæ fyrir sig og sjá myndir af þeim húsum sem þar eru. Guðjón á heiður skilinn fyrir þessa vinnu sína fyrir heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og nokkuð ljóst er að svona heimildir er ekki víða að finna á vefjum sveitarfélaga.  

Þróunarverkefni Leikskólans Sólvalla

Leikskólinn Sólvellir er að fara af stað með Þróunarverkefni sem ber heitið „Ég og leikskólinn minn - ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis“. Leikskólinn fékk styrk í verkefnið sem snýr að nemendum fæddum árið 2002.

Öryggisvika sjómanna og heimsókn samgönguráðherra

Í gær hófst öryggisvika sjómanna, sem haldin er í annað sinn. Vikan er haldin í tengslum við Alþjóðasiglinga-daginn 26. september og lýkur þann 1. október n.k. Þema öryggisvikunnar nú er „Forvarnir auka öryggi“.

UMFG lagði bæjarstjórnina 6-5

  Efri röð: Diddi, Eygló, Addi, Heimir, Sigríður, Gæi, Guðni og Hafsteinn Neðri röð: Nicky, Eydís, Unnur Birna, Gísli og Geiri  Gríðarleg stemming var við vígslu sparkvallar í gær þegar stjórn UMFG og bæjarstjórn Grundarfjarðar öttu kappi saman. Úrslit urðu þannig að UMFG sigraði með sex mörkum gegn fimm.