- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu einbýlishúsið við Eyrarveg 25. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, alls 208,6 fm, byggt árið 1969. Íbúð á efri hæð er 139,2 fm og kjallari er 69,4 fm. Í íbúðinni er stór stofa, eldhús, stórt þvottahús, 4 svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Parket er á gólfum í stofu, svefnherbergjum og á svefnherbergisgangi, flísar á forstofu og dúkur á eldhúsi. Baðherbergi er flísalagt í hólf í gólf. Nýlegur sólpallur er við suðurhlið hússins.
Ásett verð er 13,8 millj.kr. Tilboð sendist á bæjarskrifstofuna fyrir 6. október nk. Nánari upplýsingar veita byggingarfulltrúi og skrifstofustjóri í s: 430-8500.