Verðlaunasamkeppni um hönnun minjagripa

Opin samkeppni um hugmyndir að minjagripum sem tengjast Norska húsinu í Stykkishólmi eða Snæfellsnesi og nýta má til skrauts, skemmtunar eða daglegra nota. Markmið keppninnar er að fá fram hugmyndir að hlutum sem hægt er að selja í safnverslun Norska hússins. 

Skólasetning grunnskólans í dag

Grunnskóli Grundarfjarðar verður settur í dag, mánudaginn 23. ágúst, kl. 16.00 í íþróttahúsi. Eftir setninguna fara nemendur með umsjónarkennara sínum í stofur og fá afhenta stundarskrá o.fl.  Kennsla hefst síðan á morgun, þriðjudag, en kennt verður til 12.30 þann dag og síðan skv. stundarskrá eftir það.

Sigur hjá 4.fl.karla

Strákarnir fóru í Kópavoginn á föstudag til að spila á móti efsta liði riðilsins og voru ekki allt of sigurvissir.  

Breyttur opnunartími í sundlaug

Frá og með mánudeginum 23. ágúst verður sundlaugin opin virka daga frá kl. 16-20 og kl. 13-17 á laugardögum. 

Comeniusarstyrkur til Grunnskóla Grundarfjarðar

Grunnskóli Grundarfjarðar fékk nýlega Comeniusarstyrk  frá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, alls 18.000 evrur (1,5 millj. ísl.kr.).  Comeniusarstyrkir eru veittir til þess að efla evrópskt skólasamstarf og styrkja tungumálaverkefni og skólaþróunarverkefni.

Skólasetning

Grunnskóli Grundarfjarðar verður settur mánudaginn 23. ágúst kl. 16.00 í íþróttahúsi. Eftir setninguna fara nemendur með umsjónarkennara sínum í stofur og fá afhenta stundarskrá o.fl.  Kennsla hefst síðan á þriðjudag en kennt verður til 12.30 þann dag og síðan skv. stundarskrá eftir það.

Skólasetning

Grunnskóli Grundarfjarðar verður settur mánudaginn 23. ágúst kl. 16.00 í íþróttahúsi. Eftir setninguna fara nemendur með umsjónarkennara sínum í stofur og fá afhenta stundarskrá o.fl.  Kennsla hefst síðan á þriðjudag en kennt verður til 12.30 þann dag og síðan skv. stundarskrá eftir það.  

Hann á afmæli í dag...

Í dag, 18. ágúst, á Grundarfjörður 218 ára afmæli. 18. ágúst 1786 fékk Grundarfjörður ásamt Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum kaupstaðarréttindi. Þéttbýlin 6 voru jafnframt þau fyrstu á Íslandi til að öðlast þessi réttindi. En þess má geta að Grundarfjörður tapaði kaupstaðarréttindum sínum árið 1836.

Umsjónarmaður fasteigna tekinn til starfa

Gunnar Pétur Gunnarsson, umsjónarmaður fasteigna hefur hafið störf. Hægt er að ná á hann á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar og í síma 863-6619. Netfang Gunnars er gunnar@grundarfjordur.is. Þess má einnig geta að Gunnar hefur tekið við starfi slökkviliðsstjóra úr hendi Guðna Áslaugssonar.

Foreldrar skólabarna!

Nú er skólinn að byrja. Mikilvægt er að skila öllum skólabókum sem notaðar voru við námið síðasta vetur. Við viljum biðja ykkur að aðstoða börnin við að finna þær sem eftir eru heima og skila þeim á bókasafnið. Þar (uppi) er kassi fyrir bækur sem skilað er utan opnunartíma. Einnig má skilja þær eftir hjá ritara í skólanum. Athugið að forráðamenn bera fjárhagslega ábyrgð á bókum sem grunnskólinn lætur nemendum í té vegna námsins.