Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar fóru þann 26. ágúst sl. á fund með sérfræðingum á sviði hitaveituframkvæmda frá Íslenskum orkurannsóknum og Verkfræðistofunni Fjarhitun ehf. Á fundinum var m.a. rætt um virkjun holunnar við Berserkseyri og hvað væri til ráða varðandi efnisval á stofnlögn með tilliti til efnainnihalds vatnsins. Eins og áður hefur komið fram er efnainnihalds vatnsins með þeim hætti að hætta er á tæringu og þarf því að vanda vel til verka við val á lögnum.
Húsnæðisnefnd Grundarfjarðar auglýsir lausa til útleigu eina fimm herbergja íbúð í Sæbóli 35, 2. hæð.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á eyðblaði sem þar fæst, fyrir 16. september nk.
Til stendur að hafa íþróttahúsið opið á laugardögum í vetur ef eftirspurn verður næg.
Einn tími (50 mín.) kostar 2.400 kr. sem deilist niður á þátttakendur.
Greiða þarf fyrirfram fyrir tíma til jóla.
Áhugasamir hafi samband við starfsmenn íþróttahúss í síma 430 8564.
Íþróttahús Grundarfjarðar
Tímataflan í heild sinni er undir liðnum íþróttir/tímatafla einnig getið þið séð uppl. um hvern flokk undir liðnum knattspyrna og uppl. um frjálsar undir liðnum frjálsar.
Í vor endurnýjaði og stækkaði Landsbanki Íslands í Grundarfirði samstarfssamning við Ungmennafélag Grundarfjarðar.
Stærsti einstaki þátturinn í þeim samningi er að í ár voru keyptir 100 nýir keppnisbúningar fyrir iðkendur knattspyrnu.
Tígur ehf. frá Súðavík hefur undanfarnar vikur unnið að gerð sjóvarnargarðs við Torfabót. Garðurinn verður 185 m langur. Áætlað er að verkinu ljúki í næstu viku.
Jónas Jónbjörnsson starfsmaður Tígurs ehf. að störfum
Framkvæmdir við sparkvöll á lóð grunnskólans eru nú á lokastigi. Verið er að vinna við lagningu gervigrass sem áætlað er að verði lokið í vikunni. Þýskir verktakar á vegum KSÍ sjá um verkið.
Þýskir verktakar að störfum
Unnið er við götulagnir í Hrannarstíg og er áætlað að framkvæmdir muni standa yfir næstu tvær til þrjár vikur.
Íbúar við nálægar götur geta átt von á vatnstruflunum meðan á framkvæmdum stendur.
Kjartan og Gunnar að störfum
Vegfarendur og íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem framkvæmdirnar óhjákvæmilega hafa í för með sér.
Byggingarfulltrúi