Svar við spurningu vikunnar.

Við spurðum að því í síðustu viku hvort fólk væri að nýta sér gámaþjónustuna er varðaði flokkun heimasorps. Það kom í ljós að 42,7% af þeim sem svöruðu eru að nýta sér þessa þjónustu.

Ímynd Vesturlands

 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjöf Vesturlands kynna niðurstöður skýrslunnar  - Ímynd Vesturlands -  kynningin verður í dag miðvikudaginn 21. febrúar á Krákunni kl 18:00 Fundurinn er öllum opin Á fundin mæta einnig fulltrúar frá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst.   Hér má sjá skýrsluna  “Ímynd vesturlands,, Athugun á viðhorfum íbúa höfuðborgarsvæðisins og íbúa vestfjarða og Norðurlands vestra  

Kynningarátak um söfnun ónýtra rafhlaðna - aðeins 21% rafhlaðna skilað til úrvinnslu

    Úrvinnslusjóður hrinti í gær af stað kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í kynningarátakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás.  

Innsetningarmessa

Sr. Gunnar E. Hauksson, prófastur, mun setja Jón Ásgeir Sigurvinsson í embætti sóknarprests Setbergsprestakalls til afleysinga á meðan á barneignaleyfi sr. Elínborgar Sturludóttur stendur. Messan mun verða í Grundarfjarðarkirkju þann 28. febrúar Kl: 20:30.

Brunamálaskólinn í Grundarfirði

Frá reykköfunaræfingu   Um síðustu helgi urðu margir bæjarbúar varir við slökkviliðið á ferðinni um bæinn. Ástæðan var að Brunamálaskólinn var með námskeið fyrir slökkviliðsmenn og mættu þar bæði slökkviliðsmenn frá Grundarfirði og Snæfellsbæ. Á þessu námskeiði var aðal áherslan lögð á reykköfun og reykræstingu. Menn fengu bæði að spreyta sig í að skríða blindaðir með reykköfunartæki um iðnaðarhúsnæði í leit að fórnarlömbum elds og einnig í reykfylltu íbúðarhúsnæði. Fórnarlömbin voru bæði slökkviliðsmenn og dúkkur. Námskeiðið tókst vel og voru allir ánægðir með helgina. Sjá fleiri myndir í myndabankanum eða með því að smella hér.  

Öskudagsskemmtun

Öskudagsskemmtun verður í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 21. febrúar.   1. – 4. bekkur      kl. 13:00 – 14:00 5. – 7. bekkur      kl. 14:00 – 15:00 8 – 10. bekkur     kl. 19:30  BINGÓ, 300 kr. spjaldið   Hvetjum alla til að mæta í búningum   Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar  

UMFG verður með í bikarkeppni KSÍ.

  Dregið hefur verið í fyrstu umferð VISA-bikars karla. Grundarfjörður dróst gegn Höfrungi frá Þingeyri og verður leikurinn þann 11 maí kl 20:00 á Grundarfjarðarvelli.    

Aðalfundur Eyrbyggja

Fundarboð Aðalfundur Eyrbyggja, Hollvinafélags Grundarfjarðar verður haldinn að Hótel Nordica þann 6. mars næst komandi kl. 20:00, í sal G á 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf Brottfluttir Grundfirðingar eru sérstaklega boðnir velkomnir   Stjórnin    

Aðalfundur Eyrbyggja

Aðalfundur Eyrbyggja, hollvinafélags Grundarfjarðar verður haldinn að Hótel Nordica í sal G á 2. hæð, þann 6. mars næst komandi kl. 20:00.   Venjuleg aðalfundarstörf   Brottfluttir Grundfirðingar sérstaklega boðnir velkomnir  

Fundur um samgöngu - og fjarskiptamál

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, boðar til fundar um samgöngu - og fjarskiptamál, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20.00 á Krákunni í Grundarfirði. Að lokinni ræðu samgönguráðherra verða fyrirspurnir og umræður.