Námskeið

Leðurvinna   Farið verður í eiginleika og meðhöndlun á leðri og roði.   Nokkrir hlutir verða gerðir s.s belti, gríma eða skúlptúr, bókarkápa, lyklakippa, bókarmerki og lítið veski eða budda.

Þjónustuvefur eldri borgara

Vakin er athygli á því að í samræmi við markmið í fjölskyldustefnu Grundfirðinga var sl. sumar bætt við sérstökum tengli á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar þar sem fram koma á einum stað upplýsingar um þjónustu og málefni sem varða eldri borgara í bæjarfélaginu. Þar er t.d. að finna hlekki sem vísa inn á upplýsingar um Heilsugæslustöðvar, Dvalarheimilið Fellaskjól, Grundarfjarðarkirkju, Tryggingastofnun Ríkisins og hinar og þessar reglur Grundarfjarðarbæjar. Sjá nánar með því að leita undir flipanum þjónusta hér efst á síðunni og þar er tengill á vinstri væng síðunnar - eldri borgarar. Hægt er að komast beint inn á síðuna með því að smella hér.

Veiting íslensks ríkisfangs 2006

Samkvæmt breytingaskrá þjóðskrár fengu 844 landsmanna íslenskt ríkisfang árið 2006. Einstaklingum sem fengið hafa íslenskt ríkisfang hefur fjölgað ört á síðustu árum. Mest fjölgunin varð milli áranna 2003 og 2004 en þá fjölgaði einstaklingum sem öðluðust íslenskt ríkisfang úr 463 í 671.

Íslandsmótið innanhúss.

Sameiginleg lið UMFG, Snæfells og Vík/Reynis tóku þátt á íslandsmótinu innanhúss undir merkjum Snæfellsness 7 lið hafa lokið keppni og komst ekkert þeirra í úrslit. Árangur liðanna er eftirfarandi 2. fl ka 3 sæti riðils 6 stig 2.fl kv 4. sæti riðils 0 stig 3.fl kv 5. sæti riðils 1 stig 3. fl ka 3. sæti riðils 3 stig 4.fl ka 5. sæti riðils 1 stig 4.fl kv 4.sæti riðils 4 stig 5.fl kv 4. sæti riðils 1 stig Nokkrir byrjunar örðuleikar hafa komið fram á þessu samstarfi en þeir verða lagaðir og við mætum ákveðin til leiks á komandi sumri með sterk lið. Foreldrar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið umfg@grundo.is þar sem fram kemur nafn iðkanda, símanúmer og netfang. Þetta er gert til að auðvelda upplýsingaflæði til foreldra.  

Æfingagjöld UMFG hækka.

 Gjaldið fyrir áarið 2007 verður þannig að áfram er er árinu skipt í þrjú tímabil. Gjaldið fyrir hvert tímabil verður þannig Fyrir eitt barn 10.600 ( var 8.600) Fyrir tvö börn 18.000 ( var 15.400) Fyrir þrjú börn 23.800 ( var 20.400) Börnin geta mætt í allar íþróttagreinar sem boðið er upp á fyrir þeirra aldur. Þau börn sem eru einhverjum klúbbum landsbankans fá 10 % afslátt af æfingagjöldum.                                                     UMFG

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Að vinna með innflytjendum   Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vinna með eða hafa starfs síns vegna samskipti við fólk af erlendum uppruna t.d. starfsfólk heilsugæslu, leikskóla, grunnskóla o.fl. Fjallað er um málefni innflytjenda, tölulegar upplýsingar og um réttindi og stöðu þeirra hérlendis. Ennfremur verður fjallað um fordóma, menningarlæsi, íslenskukennslu o.fl. sem mikilvægt er að hafa í huga þegar unnið er með innflytjendum.

80. Stjórnarfundur

80. Stjórnarfundur Eyrbyggja 11. janúar 2007 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.   viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson.   Dagskrá:   1. Ritnefnd Eyrbyggja 2. Sala á bókum 6 og 7 3. Efnisöflun í bók 8 4. Aðalfundur 2007 5. Önnur mál.    

Tilkynning frá Orkuveitunni.

Truflun verður á kalda vatninu vegna viðgerða við stofn, eftir kl. 16.00 og fram eftir kvöldi. 

Spurning vikunnar.

145 manns svöruðu spurningu vikunnar. Flestum, eða 73 (50,5%),  fannst áramótaskaupið ömurlegt. 28 (19,3%) fannst það frábært en 44 (30,3%) fannst skaupið sæmilegt. 

Opið hús í leikskólanum

Nú fagnar leikskólinn í Grundarfirði 30 ára afmæli sínu og í tilefni þess er opið hús í dag. Mikið af fólki var mætt, boðið var upp á glæsilegar veitingar og sungu leikskólanemendur fyrir gesti og munu krakkarnir syngja aftur kl. 15:45 í dag. Einnig var Matthildur Guðmundsdóttir heiðruð sérstaklega en hún hefur starfað við leikskólann frá stofnun hans eða í 30 ár.       Mynd