Skólamót Tónlistarskólanna á vesturlandi.
Skólamót tónlistarskólanna á vesturlandi fór fram í Hótel Stykkishólmi í gær miðvikudaginn 28.febrúar.
Sex skólar tóku þátt: frá Akranesi, Borgarfirði, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal.
Kennarar og skólastjórar mættu til leiks ásamt hópi nemenda frá hverjum skóla en okkar fulltrúar í mótinu voru meðlimir í Skólahljómsveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Alls voru saman komnir u.þ.b. 140 hljóðfæraleikarar og skapaðist mikil og góð stemming.
Myndir