Það hefur verið mikið um að vera hjá nemendum leikskólans í desember. Leikskólanemendur sungu nokkur lög á fjölskyldu- og aðventudegi Kvenfélagisns Gleym mér ei fyrstu helgina í aðventu. Föstudaginn 8. desember var rauður dagur í leikskólanum. Þá mættu nemendur og kennarar í einhverju rauðu og voru ansi margir klæddir sem jólasveinar. Sama dag fóru nemndur Drekadeildar í heimsókn á Dvalarheimilið Fellaskjól til að syngja fyrir og spjalla við íbúa og starfsfólk heimilisins.
Myndarlegir ungir drengir í jólabakstri
Foreldrafélagið var með jólaföndur í leikskólanum mánudaginn 11. desember. Mæting var mjög góð og föndruðu nemendur og foreldrar saman og gæddu sér á kaffi, mjólk og smákökum.
Í gær, miðvikudaginn 13. desember, heimsóttu svo allir nemendur leikskólans Grundarfjarðarkirkju. Þar tóku hjónin sr. Elínborg Sturludóttir og Jón Ásgeir á móti þeim og sögðu þeim frá boðskap jólanna.
Auk þessara skipulögðu viðburða er allt á fullu við að undirbúa jólin, föndra jólagjafir, baka smákökur fyrir jólaballið og fleira og fleira. Sjá myndir í myndabankanum með því að smella hér.