Áhugavert starf

Svæðisfulltrúi Vesturlands fyrir UMFÍ Ungmennafélag Íslands óskar eftir að ráða svæðisfulltrúa með aðsetur í Stykkishólmi.   Starfið er krefjandi, fjölbreytt og líflegt. Um er að ræða 100% starf. Svæðisfulltrúi þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð og hafa góða framkomu. Þekking á starfi ungmennafélagshreyfingarinnar er góður kostur.   Umsóknarfrestur er til 10. apríl n.k.   Hér  má sjá frekari upplýsingar um starfið.

Auglýsing um byggðakvóta 2007

Grundarfjarðarbæ gefst kostur á að sækja um byggðakvóta til sjávarútvegsráðuneytisins skv. auglýsingu um úthlutun byggðakvóta 2007.   Sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðarlögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast öll samskipti við ráðuneytið vegna úthlutunarinnar.  Fiskistofa mun úthluta byggðakvóta eftir mat á umsóknum frá sveitarfélögunum.   Til greina við úthlutun byggðakvóta koma byggðarlög með færri en 1500 íbúa sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski.  Ennfremur byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim.  

Nýtt - útibú frá sýsluskrifstofunni með fastan opnunartíma í Grundarfirði

Frá og með 1. apríl 2007 mun opnunartími skrifstofu sýslumanns Snæfellinga í Snæfellsbæ og á nýrri skrifstofu í Grundarfirði vera frá kl. 11:00 – 15:00 alla virka daga.    Sýslumaður Snæfellinga 23. mars 2007 Ólafur K. Ólafsson

Nýtt á vefnum

Nú er hægt að sjá tölur yfir landaðan afla í Grundarfjarðarhöfn í hverri viku á heimasíðunni.  Farið er inn á undirsíðuna ,,Grundarfjarðarhöfn” sem er í glugga hægra megin á hemasíðunni og smellt á  ,,Aflatölur”.  Þá kemur upp annar gluggi sem birtir töflur yfir landaðan afla.   Hér er hægt að fara beint inn á undirsíðunna

Heimili og skóli óskar eftir tilnefningum til foreldraverðlauna

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt 15.maí 2007 í 12. sinn. Að auki verða veitt hvatningarverðlaun til einstaklinga og skóla ef tilefni þykir til. Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, sveitarfélög eða skóla sem hafa stuðlað að:   -   árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara -   jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla -   því að brúa bilið milli foreldra og nemenda   Í ár verður sérstaklega horft til eftirfarandi viðfangsefna:   -   Markvisst, öflugt og skipulagt starf foreldraráðs eða     foreldrafélags -   Þróunarverkefna sem taka til samstarfs heimila og skóla -   Nýbúafræðslu þar sem markvisst er unnið með foreldrasamstarf -   Sveitarfélög sem styðja markvisst við foreldrasamtök og foreldra í     sínu sveitarfélagi   

Spurning vikunnar

Það voru flestir með það á hreinu hvað borinn, sem notaður var á Berserkseyri, heitir. Hann heitir Sleipnir. 172 svöruðu spurningunni og voru 142 eða 82,6% með rétt svar. 

Grein um trjárækt og heppilegar trjátegundir fyrir Grundarfjörð

 Þó að ekki sé vorlegt um að lítast þessa dagana er stutt til vorsins og garðverkanna.  Hér er stutt grein eftir Sunnu Njálsdóttur um trjárækt og heppilegar tegundir trjáa fyrir byggðina í Grundarfirði.  Greinin veitir gagnlegar leiðbeiningar um hvaða tegundir eru þolnar á það veðurfar sem hér er ríkjandi og getur forðað frá mistökum í því efni

Aðalfundir Ferðamálasamtaka Vesturlands

 Aðalfundir Ferðamálasamtaka Vesturlands og Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands, UKV verða haldnir í Safnaskálanum á Safnasvæðinu Görðum á Akranesi föstudaginn 30. mars 2007Dagskrá:Kl. 14.00  Aðalfundur UKV, venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Kl. 15.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands,  venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Ferðamálasamtök Vesturlandsfagna 25 ára afmæli í ár og verða kaffiveitingar í boði.Gestir fundanna og kynningar verða auglýstar nánar síðar.Ferðaþjónustuaðilarogaðrir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum um ferðamál. Stjórnir FSVL og UKV. www.west.is  

Málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi

  Þann 21.mars næstkomandi verður haldið málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi.   Málþingið verður haldið í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík og mun hefjast kl. 10:00 og áætlað er að því ljúki kl. 14:00   Leitast verður við að svara spurningunni: Hvernig hafa sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi tekið á móti innflytjendum ?   Markmiðið með málþinginu er m.a. að varpa ljósi á eftirfarandi spurningar:   §        Höfum við tekið vel á móti innflytjendum hér á Vesturlandi? §        Hvaða upplýsingar eru í boði fyrir innflytjendur? §        Hvaða upplýsingar vantar? §        Hver er stefna stjórnvalda varðandi innflytjendur? §        Hver er upplifun innflytjenda þegar þeir flytja á Vesturland? §        Hver eru kjara- og atvinnuréttindi innflytjenda?   Hér má sjá dagskrá fundarins Fjölmargir áhugaverðir fyrirlesarar.   Hvetjum alla til að taka þennan dag frá, enda koma málefni innflytjenda okkur öllum við.   Skráning fer fram í síma 437 1318 eða á netfangið kristin@ssv.is

Tillögur um nafn á nýju bryggjuna í Grundarfjarðarhöfn.

  Alls bárust 83 tillögur frá 27 einstaklingum.  Flestar tilnefningar fékk nafnið  Miðgarður eða 7 samtals.  Fjórar tilnefningar voru um nöfnin Nesbryggja og Eyrbryggja.  Þrjár tillögur komu að nöfnunum Nýjabryggja og Litlabryggja. Tillögur sem komu tvisvar sinnum fram voru; Kvíabryggja, Suðurbryggja, Soffabryggja, Naustabryggja, Bæjarbryggja og Grundarbryggja.  Önnur nöfn fengu eina tilnefningu hvert og eru eftirtaldin: