- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Frá reykköfunaræfingu |
Um síðustu helgi urðu margir bæjarbúar varir við slökkviliðið á ferðinni um bæinn. Ástæðan var að Brunamálaskólinn var með námskeið fyrir slökkviliðsmenn og mættu þar bæði slökkviliðsmenn frá Grundarfirði og Snæfellsbæ. Á þessu námskeiði var aðal áherslan lögð á reykköfun og reykræstingu. Menn fengu bæði að spreyta sig í að skríða blindaðir með reykköfunartæki um iðnaðarhúsnæði í leit að fórnarlömbum elds og einnig í reykfylltu íbúðarhúsnæði. Fórnarlömbin voru bæði slökkviliðsmenn og dúkkur. Námskeiðið tókst vel og voru allir ánægðir með helgina.
Sjá fleiri myndir í myndabankanum eða með því að smella hér.