Kammerkór Vesturlands í Stykkishólmi

Kammerkór Vesturlands heldur tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 18. mars. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá þar sem bæði íslensk kórtónlist og þýsk kirkjutónlist koma við sögu.    

Dagur umhverfisins 25. apríl - umhverfisátak í Grundarfirði

Þrátt fyrir umhleypingasamt veður þessa dagana og á köflum vetrarhörkur og snjó, er undirbúningur að vorverkunum hafinn af fullum krafti.  Fyrsta átakið í vor verður tengt "Degi umhverfisins" sem haldinn er um land allt 25. apríl á hverju ári.  Stefnt er að því að hafa umhverfisviku dagana 23. - 28. apríl. n.k.   Þessa daga verða allir hvattir til þess að taka rækilega til hendi og losa sig við allt dót og drasl sem stendur utandyra og hefur lokið hlutverki sínu en einhvernveginn dagað uppi þar sem það á ekki heima.  Sérstaklega verða eigendur ónýtra bíla og tækja hvattir til þess að gera gangskör að hreinsun frá sér.  Stefnt er að kynningum á umhirðu gróðurs og fleiru tengt umhverfismálum.  Þetta verður allt saman kynnt rækilega þegar nær dregur en aldrei er of snemmt að byrja og koma frá sér öllu sem henda má.  Gámastöðin er opin alla virka daga frá kl. 16.30 - 18.00 og á laugardögum frá kl. 10.00 - 12.00

Kallað eftir umsóknum um styrki úr Umhverfissjóði Snæfellsness

Umhverfissjóður Snæfellsness mun úthluta styrkjum úr sjóðnum á degi umhverfisins þann 25. apríl 2007. Markmið Umhverfissjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.   Í ár mun sjóðurinn úthluta þremur styrkjum samtals að fjárhæð kr. 500.000. Umsóknir um styrki þurfa að berast fyrir 31. mars til Stefáns Gíslasonar formanns sjóðsins á stefan@umis.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.   Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.   Stjórn Umhverfissjóðs Snæfellsness

Hitaveita í Grundarfirði

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur frá því í gær varð ekki nægilega góður árangur af borun eftir heitu vatni á Berserkseyri.  Þetta eru að sjálfsögðu allmikil vonbrigði, en ekki neinn endir á málinu.  Vísindamenn og stórnendur Orkuveitu Reykjavíkur munu nú leggjast yfir þau gögn og upplýsingar sem fram komu við borunina og meta hvaða skref er rétt að stíga næst.  Einnig mun verða efnt til funda með fulltrúum bæjarstjórnarinnar og stjórnenda Orkuveitunnar til þess að meta og ákvarða um framhaldið.  Þetta mun væntanlega seinka því að hitaveita komist í hús í Grundarfirði, en engin ástæða er ennþá til annars en að vænta þess að það muni gerast.

Minni árangur en vænst var á Berserkseyri

Jarðborinn Sleipnir lauk við borun 1.500 metra djúprar skáholu á Berserkseyri nú um helgina, 10.-11. mars 2007. Árangur er minni en vænst var. Í ljós kom að sprungan, sem leiðir yfir 80°C heitt vatn til yfirborðs, hallar talsvert meira en reiknað var með. Þær æðar sem fundust í holunni liggja því of grunnt í jarðlögunum til að hægt sé að útiloka samgang þeirra við kaldan sjó í langtímavinnslu. Að auki eru æðarnar vatnsminni en í eldri holum. Farið verður yfir rannsóknargögn úr boruninni áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref.

Svar við spurningu vikunnar

Rétt svar við spurningu vikunnar er að kvenfélagið Gleym mér ei var stofnað þann 10. júlí 1932. Þess má geta að í Byggðasögunni er sagt að kvenfélagið hafi verið stofnað 10. júní 1932 en það er ekki rétt. Ungmennafélagið var stofnað þennan dag árið 1933 og virðist dagsetningunum hafa verið ruglað saman. 134 tóku þátt að þessu sinni og 59 eða 44% svöruðu rétt. 

Borvaktin 8. mars 2007

BS-1 Hiti úr BS-1 var 78,3°C kl. 14, miðvikudaginn 7. mars 2007. Vatnið úr BS-1 hefur ekkert kólnað þrátt fyrir dælingu frá 24. febrúar. Á þessum tíma hefur verið 5 til 10 l/s skoltap úr BS-2.   Þetta eru nýjustu fréttir af vef ÍSOR um verkefnið á Berserkseyri og fjallar að mestu um eldri holuna.  Sjálfri borun nýju holunnar er nú að ljúka og þá tekur við nánari könnun á eiginleikum jarðlaganna sem borað hefur verið í.  Nýja holan verður blásin og kannað til hlýtar hversu gjöful hún getur orðið.  Náið verður fylgst með öllu sem fram kemur um borholurnar og það sem er fréttnæmt verður birt jafnóðum.

Rúta fór útaf veginum

Rúta með þremur farþegum innanborðs rann útaf Vatnaleið á Snæfellsnesi í hálku og hvassviðri en samkvæmt lögreglunni á Stykkishólmi sakaði engan og engar teljandi skemmdir urðu á rútunni. //   Tekið af www.mbl.is

Borvaktin 7. mars 2007

Miðvikudagur 7. mars 2007 Borað var til kl. 5 í morgun í 1518 m og síðan skolað í 1 klst. Skoltap kl. 6 var 9 l/s. Ekki reyndist mögulegt að mæla hita í streng kl. 6 vegna tæknivandamála í mælingabíl ÍSOR.  Hitamæling tefst að þessum sökum um 4 klst. Ákveðið var að bora áfram þar til hægt verður að hitamæla. Gera má ráð niðurstöðum hitamælinga um kl. 11.  

Aðalfundur 2007

Aðalfundur Eyrbyggja 6. mars 2007 kl. 20:00 á Hótel Nordica, Reykjavík.   1. Skýrsla stjórnar   Formaður (Hermann Jóhannesson) fór yfir starfsemi félagsins á liðnu ári.