Mengun í íslenskum jarðvegi er mun meiri og algengari en ætla mætti og ljóst að mörg verkefni er varðar jarðvegsmengun bíða fagmanna í framtíðinni. Umfang er þó ekki að öllu leiti þekkt. Hreinsun er kostnaðarsöm, og felur í sér mörg stig, svo sem áhættugreiningu, hreinsunaraðgerðir, lokamat, vöktun auk mats og bóta fyrir skaða eða tjón sem mengunin veldur, beint eða óbeint. Vakin er athygli á því að væntanleg er sérstök Evróputilskipun um varnir gegn mengun í jarðvegi.