Íbúafjöldi í Grundarfirði

Komnar eru nýjar tölur yfir mannfjölda í einstökum sveitarfélögum þann 1. apríl 2007.  Á þessum degi voru íbúar í Grundarfirði 937, þar af voru 455 karlar og 482 konur.   Hér má sjá nánari sundurgreiningu á íbúafjöldanum síðustu 10 ár, skipt eftir kyni og aldri.    

Sjávarútvegssýning í Brussel

Enn eru örfá sæti laus í flugi sem LÍÚ skipuleggur á sjávarútvegssýninguna í Brussel, en sýningin fer fram 24 -26 apríl n.k.  Flogið verður með flugvél frá Flugfélagi Íslands að morgni þriðjudags 24. apríl og er flogið beint frá Reykjavíkurflugvelli.  Áætlað er að lenda í Brussel fimm tímum síðar.   Gert er ráð fyrir að flogið verði til baka á fimmtudeginum 26 apríl.  Farþegar um borð verða 40 talsins.  Kostnaður á hvern farþega er um 85.000 kr.

Námskeið um mengun í jarðvegi og mótvægisaðgerðir

Mengun í íslenskum jarðvegi er mun meiri og algengari en ætla mætti og ljóst að mörg verkefni er varðar jarðvegsmengun bíða fagmanna í framtíðinni. Umfang er þó ekki að öllu leiti þekkt. Hreinsun er kostnaðarsöm, og felur í sér mörg stig, svo sem áhættugreiningu, hreinsunaraðgerðir, lokamat, vöktun auk mats og bóta fyrir skaða eða tjón sem mengunin veldur, beint eða óbeint. Vakin er athygli á því að væntanleg er sérstök Evróputilskipun um varnir gegn mengun í jarðvegi.  

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness verður haldin í samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 12. apríl kl:20:30  

Íþróttahúsið

Íþróttahúsið er lokað fram yfir páska vegna viðhalds. 

Lögheimili á réttum stað fyrir alþingiskosningarnar 12. maí 2007?

Allir sem hafa flutt aðsetur sitt og dvalarstað undanfarnar vikur þurfa að huga að því að lögheimili sé rétt skráð vegna alþingiskosninganna í vor.  Viðmiðunardagur kjörskrár er 7. apríl n.k.   Skráð lögheimili á þeim degi ræður því hvar hver kjósandi á að kjósa þ. 12. maí n.k.  Vegna páskahátíðarinnar verður bæjarskrifstofan lokuð frá og með skírdegi og fram yfir páska.  Því þurfa allir sem vilja koma tilkynningu um nýtt lögheimili fyrir eindagann 7. apríl að ljúka því í síðasta lagi miðvikudaginn 4. apríl n.k.    Vakin er athygli á því, að ekki er hægt að kæra sig inn á kjörskrá nema vegna mjög sérstakra atvika og ekki telur í því samhengi þó að gleymist að tilkynna um nýtt lögheimili.

Spurning vikunnar

105 manns spreyttu sig á spurningu vikunnar að þessu sinni. Rétt svar við henni er að sundlaugin var vígð þann 5. júní 1977 og á hún því 30 ára afmæli á þessu ári. 66 (62,9%) voru með rétt svar. 

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Bæjarbúum er bent á að athuga lögheimilisskráningu sína svo að þeir verði á réttum stað í kjörskrá þegar kemur að kjördegi alþingiskosninga 12. maí nk. Þeir íbúar sveitarfélags sem uppfylla öll kosningarréttarskilyrði á viðmiðunardegi kjörskrár eru teknir inn á kjörskrá.  Viðmiðunardagur vegna kjörskrárinnar er 5. apríl 2007.   Eftirfarandi skilyrði eru þau sem uppfylla þarf:   Vera 18 ára þegar kosning fer fram. Vera íslenskur ríkisborgari. Vera skráður með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. 5. apríl n.k.    Eyðublöð fyrir lögheimilisskráningu má nálgast á bæjarskrifstofu Grundafjarðar. Ganga þarf frá breytingum á lögheimili í síðasta lagi 4. apríl n.k. vegna komandi Alþingiskosninga.      

Rýnihópur 2. fundur

  Fundur var haldin  með rýnihópi vegna fyrirhugaðrar byggingar íþróttamiðstöðvar í samkomuhúsinu 27. mars sl.  Á fundinn kom teymið sem unnið hefur með rýnihópnum, þ.e. arkitektar, ráðgjafaverkfræðingur og hópstjóri.  Farið var yfir hugmyndir og tillögur sem fram komu á 1. fundi rýnihópsins.  Ráðgjafateymið lagði fram hugmyndir um kostnað og hugmyndir arkitektanna um rýmisþörf einstakra þátta.  Rýnihópurinn fór yfir það sem fram kom og gerði viðbótartillögur sem unnið verður frekar úr.   Hér má sjá myndir af fundinum  

Slökkviliðið mætti á starfsmannafund í leikskólanum

  Slökkviliðið mætti á starfsmannafund í leikskólanum mánudaginn 26. mars sl. til þess að kenna starfsmönnum notkun eldvarnarteppa og slökkvitækja.  Áður höfðu starfsmenn farið  yfir neyðaráætlun  leikskólans og haldin var æfing í viðbrögðum þeirra við bruna og hvernig rýma eigi skólann.   Mikilvægt er að rifja þetta reglulega upp og einnig er þetta liður í árlegri símenntun starfsmanna.   Sjá myndir hér.