Helgina 2. og 3.mars gangast Rauða kross deildir á Vesturlandi fyrir söfnun í gám sem sendur verður til vinadeildar svæðisins í Gambíu á næstu vikum. Deildirnar hafa verið í vinadeildarsamstarfi við deildina Western Division í Gambíu í meira en 10 ár og hafa stutt þar við ýmis verkefni sem nýst hafa fátækustu íbúum svæðisins.

Óskað er sérstaklega eftir léttum fatnaði og skóm á bæði börn og fullorðna þar sem safnað er fyrir heitt svæði en velkomið er að koma með hlýrri fatnað líka. Skóla- og/eða íþróttatöskur eru einnig sérstaklega vel þegnar.

Fyrirtæki eða stofnanir sem vilja leggja lið geta haft samband við næstu deild Rauða krossins en það sem helst vantar eru skyndihjálpargögn en sérstök áhersla er lögð á að hjálpa íbúum Gambíu að auka almenna þekkingu á fyrstu viðbröðgum við slysi eða veikindum.

 

Hjálpið okkur að hjálpa þeim

Kærar kveðjur, Rauða kross fólk á Vesturlandi

 

Opnunartímar söfnunarinnar eru

Föstudagurinn 2.mars kl. 17-20

Laugardagurinn 3.mars kl. 11-14