Myndina tók Helga Ingibjörg Reynisdóttir
Nú hafa fjölmargir háhyrningar dvalið í Grundarfirði um nokkurt skeið í góðu yfirlæti. Eitthvað virðist það vera að fréttast því þeim hefur fjölgað töluvert undanfarna daga. Auk háhyrninganna er nú einnig hægt að sjá höfrunga, hrefnur og hnýsur bregða á leik. Dýrin eru talin í hundruðum og er þá aðeins átt við Grundarfjörð, en fjöldi dýra er einnig í Kolgrafafirði.