- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar þann 10. febrúar var samþykkt ályktun um mikilvægi þess að óvissu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verði eytt. Ályktunin er eftirfarandi:
„Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mikilvægt að óvissu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verði eytt og varanleg sátt náist á grundvelli tillagna sáttanefndar um sjávarútveg, þannig að sjávarútvegurinn geti búið við stöðug starfsskilyrði. Bæjarstjórn Grundarfjarðar gerir einnig kröfu um að komi til aukinnar gjaldtöku á sjávarútveginn renni hluti hennar til sveitarfélaga.“