Troðfullt hús við opnun Rökkurdaga

Húsfyllir var í gær á opnunarviðburði Rökkurdaga í Samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar. Tónlistarskólinn hélt glæsilega veislu þar sem ljúfir tónar voru í boði ásamt leiksýningu og veglegu kaffihlaðborði. Flutt var fjölbreytt dagskrá með söng og hljóðfæraleik. Einnig er kröftugur hópur að endurvekja Leikklúbb Grundarfjarðar, sem sýndi leikþátt um Hans klaufa við góðar undirtektir. Gestir skemmtu sér konunglega og héldu mettir og sælir heim að loknum tónleikum.     

Fjölbreytt dagskrá Rökkurdaga í dag, fimmtudag

Töfraheimar Norðursins Kl. 15-18 eru Töfraheimar Norðursins sem er sögustund á bókasafninu. Þar er boðið upp á sögur og myndir í dimmum helli sem lesa má við vasaljós. Samkeppni um bestu myndina og söguna stendur til 11. óvember. Þessi viðburður er þjófstart á Norrænu bókasafnavikunni sem stendur dagana 8. til 11. nóvember. Nánari upplýsingar eru á vef bóksasafnsins.   Bingó foreldrafélags Grunnskólans Kl. 16:30-18. 7. bekkur Grunnskólans verður með bingó í samkomuhúsinu. Veglegir vinningar í boði og spjaldið kostar aðeins 500 kr.   Spilakvöld Kl. 20-22. Félag eldri borgara býður til félagsvistar í samkomuhúsinu. Þetta er opið kvöld og öllum velkomð að mæta. Þátttökugjald er 600 kr. og rennur það óskipt í vinninga fyrir slyngustu spilarana.   Kráarviska Kl. 20-21:30. Meistaraflokksráð UMFG hefur haldið úti skemmtilegum spurningaleik á Kaffi 59 undanfarin misseri. Mikil og skemmtileg stemmning myndast þegar gáfnaljós og mannvitsbrekkur Grundarfjarðar og nærsveita berjast við miserfiðar og misgáfulegar spurningar. Að þessu sinni er þemað kvikmyndir. Keppt er í liðum og geta verið allt að fjórir í hverju liði. Skráning á staðnum. Þátttökugjald er 500 kr. á mann.   Kveldúlfur Kl. 21:30-23:30. Kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur var stofnaður árið 2006 en starfsemin hefur legið niðri í nokkurn tíma. Nú verður félagsskapurinn endurvakinn á Kaffi 59.

Norræna bókasafnavikan

Töfraheimar norðursins. 8. - 11. nóv. 2010. Veggspjald 

Biluð ljós á sparkvelli

Ljósin á sparkvellinum upp í grunnskóla eru biluð og verða það eitthvað áfram, unnið er að lagfæringu.

Dagskrá Rökkurdaga á miðvikudag

Opnunarviðburður Rökkurdaga 2010 eru glæsilegir tónleikar í samkomuhúsinu, miðvikudagskvöldið 3. nóvember kl. 20. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarskóla Grundarfjarðar og Leikklúbbur Grundarfjarðar aðstoðar við að veita gestum ánægjulega kvöldstund.

Auglýsing um skipulagsbreytingar í Grundarfjarðarbæ

Samkvæmt 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi og við tillögur að deiliskipulagi af fjórum svæðum í Grundarfjarðarbæ.Tillögurnar voru samþykktar á 120. fundi umhverfisnefndar þann 5. október 2010 og samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 7. október 2010 að auglýsa eftir athugasemdum við tillögurnar sem bera heitið:

Er lögheimili rétt skráð?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.  Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót.  

Kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings

Kosning til stjórnlagaþings verður laugardaginn 27. nóvember 2010. Á kjörskrá eru allir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010 uppfylli þeir aö öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Gerum góðverk 2010. Vilt þú vera með?

Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið sig saman um að prjóna fyrir íslensk börn. Hlutirnir verða afhendir í byrjun desember til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar. Allt kemur til greina,sokkar, vettlingar, ennisbönd, treflar og húfur, þvíallt mun koma sér vel.

Álftnesingar í heimsókn

Starfsfólk bæjarskrifstofu Álftaness komu við á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar þann 22. október á leið sinni í heimsókn til vinarbæjar þeirra Snæfellsbæjar. Þau skoðuðu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fylgd með Jóni Eggerti skólameistara, svo lá leiðin á Kaffi 59 þar sem  léttur hádegisverður var í boði áður en þau héldu áfram leið sinni til Snæfellsbæjar.