Verndum þau - námskeið

HSH, UMFÍ og Mennta- og menningarmálaráðuneytiðbjóða öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna á námskeiðið "Verndum þau". Námskeiðið verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði þriðjudaginn 11 janúar og hefst kl. 19:30Kennarar, stjórnendur,  leiðbeinendur, þjálfarar, starfsmenn og foreldrar eru allir velkomnir.    Sjá nánar.  

Þrettándagleði í Grundarfirði

Þrettándagleði í Grundarfirði er fimmtudaginn 6. janúar. Fjölskyldugleði með kyndilgöngu, söng og dansi.   Klukkan 18.30: Gamanið hefst klukkan 18.30 við Netaverkstæði G.Run þar sem við rifjum upp vikivakadans og söng, heyrum jafnvel eina sögu.   Klukkan 19.00: Göngum með kyndla fylktu liði frá Netaverkstæðinu um klukkan 19.00 að bílastæðinu við Grunnskóla Grundarfjarðar. Þar taka á móti okkur álfakonungur og -drotting. Syngjum og dönsum saman.    Fólk er hvatt til að koma með blys eða kyndil, vera í búning við hæfi og taka með sér heit kakó á brúsa og bolla með.   Virkjum dans og söngvöðva, skemmtum okkur saman  

Fjárhagsáætlun 2011

Fjárhagsáætlun ársins 2011 var samþykkt í bæjarstjórn 21. desember sl. Áætlunin er unnin við krefjandi aðstæður og ber þess merki að mikillar hagræðingar þarf að gæta í rekstri sveitarfélagsins. Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði, leggur bæjarstjórn áherslu á að standa vörð um grunnþjónustu samfélagsins og þá einkum þjónustu við börn og unglinga.  

Karate byrjar aftur

Karate byrjar aftur miðvikudaginn 5.janúar. 1.-5. bekkur kl. 17:10-18:10 og 6.-10. bekkur kl: 18:10-19:10. Sömu æfingatímar og áður. Æft er á miðvikudögum og föstudögum. Á föstudögum eru æfingar hjá: 1.-5. bekkur kl. 17:40-18:40 og 6.-10. bekkur kl: 18:40-19:40.  

Við áramót

Nú í upphafi nýs árs er við hæfi að líta um öxl og renna augum yfir farin veg. Árið hefur sótt misjafnlega að okkur. Gleði og sorg, höppum og slysum verið misskipt milli okkar eins og gengur. Fyrir mitt leyti þakka ég traust sem mér hefur verið sýnt til að gegna starfi bæjarstjóra á tímum sem um margt eru óvenjulegir.  

Nýr opnunartími bæjarskrifstofunnar

Frá áramótum verður tekinn upp nýr opnunartími á bæjarskrifstofunni. Opið verður virka daga frá kl. 10-14. Hingað til hefur verið opið frá 9:30-15:30 mánudaga til fimmtudaga og frá 9:30-14 á föstudögum. Breytingin tekur mið af þróun undanfarinna ára í þá átt fólk eigi frekar í rafrænum samskiptum við stjórnsýsluna frekar en að koma í eigin persónu til að reka erindi sín. Bæjarskrifstofan verður opin samkvæmt venju 27.-30. desember, kl. 9:30-15:30 en opnar á nýjum tíma þriðjudaginn 4. janúar. Frá þeim degi verður opið kl. 10-14 mánudaga-föstudaga.

Hafsteinn Garðarsson ráðinn hafnarstjóri

Á fundi hafnarstjórnar 30. desember var samþykkt að ráða Hafstein Garðarsson sem hafnarstjóra Grundarfjarðarhafnar frá 1. janúar 2011. Hafsteinn hefur starfað sem hafnarvörður við höfnina frá október 2000 og séð um daglegan rekstur hennar.   Fundargerð hafnarstjórnar

Gamlárshlaup 2010 í Grundarfirði.

Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap og skora jafnvel á sjálfa(n) sig í leiðinni! Þess vegna er nú í annað sinn efnt til Gamlárshlaups 31. desember n.k.  

Sorphirða

Sorp verður tekið miðvikudaginn 29. desember í stað 30. desember vegna slæmrar veðurspár. 

Sálfræðingur - laus staða

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, FSSF,-  auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings við stofnunina.  Um er að ræða 100% stöðugildi. Verksvið:  Félagsþjónusta og velferðarmálefni; ráðgjöf, greining, leiðsögn, einstaklinga og fjölskyldna;  barnavernd, málefni  fatlaðra;  teymisviðfangsefni. Sjá nánar auglýsngu hér.