Þann 11. febrúar verður 112 dagurinn haldinn með látum hér í Grundarfirði. Stefnt verður á að leggja af stað með bílalest kl 17:30 frá slökkvistöðinni og fara hring um bæinn og enda í húsi björgunarsveitarinnar Klakks um kl 17:50. Þar verður opið hús og hægt að fá blóðþrýstings og blóðsykursmælingu. Einnig verður hægt að fá að skoða tæki og tól viðbragðsaðila hér í Grundarfirði.