Fatlað fólk á tímamótum. Eru mannréttindi virt?

Fundur í Grundarfirði þriðjudaginn 22. febrúar 2011 kl. 13 – 15.30.

 

Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur af því tilefni fræðslu- og umræðufundi víðs vegar um landið. Næsti fundur verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 13 – 14.30

 

Efni fundar:

  1. Ný hugmyndafræði um fötlun og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helga Baldvinsd. Bjargardóttir - Fötlunarfræði HÍ
  2. Þekkir þú réttindi þín? Hrefna K. Óskarsdóttir - ÖBÍ
  3. Viðbrögð ÖBÍ vegna yfirfærslunnar. Guðmundur Magnússon - formaður ÖBÍ
  4. Notendastýrð persónuleg aðstoð kynnt ásamt fyrirhugaðri Þekkingar- og þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar.
  5. Raddir sveitarstjórnarmanna og notenda eða mögulegra notenda
  6. Umræður og fyrirspurnir.

 

Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og aðrir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.