Jólaball

Leikklúbbur Grundarfjarðar og Foreldrafélag grunnskólans standa fyrir glæsilegu jólaballi fyrir alla Grundfirðinga, þriðjudaginn 28. desember í samkomuhúsi Grundarfjarðar klukkan 15:00. Hressir jólasveinar mæta á svæðið ásamt foreldrum sínum og frændfólki. Þau ætla að taka nokkur lög og jafnvel gefa góðum krökkum eitthvað góðgæti. Hægt er að reikna með óvæntum uppákomum, sérstaklega fyrir þá sem þykjast hafa sagt skilið við barnæskuna.500 krónur inn. Hver miði er með happdrættisnúmer og frábærir vinningar í boði.Hlökkum til að sjá ykkur,   Leikklúbburinn og Foreldrafélag grunnskólans.  

Þorláksmessa - létt tónlist í Grundarfjarðarkirkju.

Organisti Grundarfjarðarkirkju mun spila létta tónlist milli kl. 21.30 - 22.30 sem gestir geta notið í styttri eða lengri tíma og mætt þegar hentar á tilgreindum tíma.  

Opnunartími bæjarskrifstofunnar um jól og áramót

Opnunartími bæjarskrifstofunnar verður sem hér segir um jól og áramót:   Aðfangadagur - lokað. 27. -30. desember - opið 9:30-15:30. Gamlársdagur - lokað. 3. janúar - lokað. Frá 4. janúar verður opið samkvæmt nýjum opnunartíma skrifstofunnar, kl. 10-14.

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju.

Jóhanna Guðrún verður með jólatónleika í Grundarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 22. desember og byrja þeir kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.00. 

Jólin í Þórðarbúð

Einu sinni byrjuðu jólin alltaf í Þórðarbúð.  Dagana 21. – 23. desember, kl. 16 – 18, verður sérstök jólasýning í leikfangasafninu Þórðarbúð í Sögumiðstöðinni.   

Bæjarstjórnarfundur

131. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 21. desember 2010, kl. 16:30 í Samkomuhúsinu. Fundurinn er opinn og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.

Fólkið fjöllin fjörðurinn

Eyrbyggjar hollvinasamtök auglýsa tilboð á bókunum Fólkið, fjöllin,fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar bækur númer tvö til níu. Sjá nánar.

Baggalútur

  Hljómsveitin Baggalútur hélt tónleika í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í vikunni að tilstuðlan Kaffi 59. Uppselt var á tónleikana og voru þeir, að sögn viðstaddra, mjög vel heppnaðir og gestir skemmtu sér konunglega.  Hér má sjá fleiri myndir.

Jólaball á leikskólanum.

  Fimmtudaginn 16. desember voru litlu jólin haldin hátíðleg í leikskólanum Sólvöllum. Fyrst komu nokkrir nemendur úr tónlistarskólanum og spiluðu og sungu nokkur lög. Þá var sungið og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar komu og færðu nemendum gjafir. Í lokin var öllum boðið að fá sér kakó og smákökur sem nemendur bökuðu. Það var mjög vel mætt af foreldrum, systkynum, ömmum og öðrum gestum og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Hér má sjá fleiri myndir og einnig í myndaalbúmi. Bestu jólakveðjur frá Leikskólanum Sólvöllum. 

Hundahreinsun

Hundahreinsun verður hjá Áhaldahúsinu í dag 16. desember klukkan 13.00. Verkstjóri sími: 430-8575