Undanfarna daga hafa álagningarseðlar og greiðsluseðlar fasteignagjalda verið sendir greiðendum.
Grunnur álagningar er í flestum flokkum gjalda fasteignamat húsnæðis. Alls eru fasteignir í Grundarfjarðarbæ metnar á liðlega 3,3 milljarða kr. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkaði um 10% frá fyrra ári og 6% hækkun varð á fasteignamati atvinnuhúsnæðis.
Eftirtalin gjöld eru innheimt í fasteignagjöldum: Fasteignaskattur, 0,45% á íbúðarhúsnæði og 1,55% á atvinnuhúsnæði, 1,5% lóðarleiga, 0,28% vatnsgjald, 0,18% holræsagjald og sorpgjöld eru 17.000 kr. á hvert heimili.
Álagning fasteignagjalda skiptast þannig:
Fasteignaskattur 23,2 millj. kr.
Lóðarleiga 5,7 millj. kr.
Vatnsgjald 9,4 millj. kr.
Holræsagjald 6 millj. kr.
Sorpgjöld 5,2 millj. kr.
Aldraðir og öryrkjar fá felldan niður fasteignaskatt allt að kr. 44.200 en niðurfellingin er tekjutengd.
Í töflunni hér að neðan má sjá samanburð fasteignagjalda á nokkrum stöðum á landinu. Hafa verður í huga að fasteignamat er misjafnt á milli staða. Hér er miðað við ákveðnar fjárhæðir sem grunn samanburðar, en FMR getur metið eignir misjafnlega eftir stöðum á landinu og þróun fasteignaverðs á viðkomandi stöðum.
Fasteignagjöld á nokkrum stöðum á landinu (Excel skjal)