Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 23. febrúar sl.

 

Þrír nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar voru meðal 10 efstu í sínum árgangi og er það frábær árangur. Þeir voru:

 

8. bekkur     Elín Sigurðardóttir

9. bekkur     Hafdís Lilja Haraldsdóttir

10. bekkur   Jóhannes Fannar Einarsson

Þessum nemendum ásamt foreldrum er boðið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, laugardaginn 12. mars kl. 14.00 en þá verða afhent viðurkenningaskjöl og verðlaun fyrir 1.-3. sæti.  Þessir nemendur fá þá að vita í hvaða sæti af fyrstu 10 þeir lentu.