Í gær, sunnudaginn 6. mars, var opið töltmót á félagssvæði  Hesteigendafélags Grundarfjarðar.

 

Gústav Ívarsson, formaður, Jóna Lind, Gunnar, Jón Bjarni, Helga og Kolbrún

 

Keppt var í tveimur flokkum, fullorðinsflokki og barna- og unglingaflokki. 

Átta keppendur voru í flokki fullorðinna en einn keppandi í yngri flokki. Úrslit urðu eftirfarandi:

Fullorðinsflokkur

1. Jóna Lind Bjarnadóttir og Sörli

2. Gunnar Tryggvason og Gola

3. Jón Bjarni Þorvarðarson og Tinna

4. Helga Hjálmrós Bjarnadóttir og Dagsvin

5. Kolbrún Grétarsdóttir og Hetta 

Barna- og unglingaflokkur

1. Ingólfur Örn Kristjánsson og Sóley

Að keppni lokinni var kaffisala í Fákaseli og svo var farið í sameiginlegan reiðtúr út sanda að bökkum Kvíabryggju.